Zach Johnson sigraði óvænt 9. apríl 2007 10:44 Phil Mickelson, sigurvegarinn frá því í fyrra, klæðir Zach Johnson í græna frakkann fræga. MYND/Getty Zach Johnson, 31 árs Bandaríkjamaður, bar sigur úr býtum á Mastersmótinu í golfi sem lauk í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Johnson lauk keppni á samtals einu höggi yfir pari en næstu menn, Tiger Woods, Rory Sabbatini og Retief Goosen, léku samtals á þremur höggum yfir pari. Þetta er fyrsti sigur Johnson á stórmóti. Johnson skaust upp í sviðsljósið á lokahringnum í gær en lítið hafði farið fyrir honum á fyrstu þremur keppnisdögunum, þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið langt á eftir næstu mönnum. Í gær lék hann á samtals þremur höggum undir pari og var það sérstaklega góður endasprettur sem tryggði honum á endanum sigurinn. Tiger Woods tók nokkra áhættu í leik sínum á lokasprettinum í gær, vitandi að það væri eini möguleiki hans til að ná Johnson, sem hafði lokið keppni nokkrum holum á undan Woods. Sá leikur gekk ekki upp og því náði Woods ekki að ógna Johnson að neinu viti. "Eins og þeir segja, risar þurfa að falla einhverntímann," sagði Johnson eftir mótið, og átti þar við sigur sinn á Tiger Woods. "Ég var í búningsklefanum mínum og horfði á Tiger undirbúa upphafshöggið á 18. braut. Ég hafði tveggja högga forskot en samt hafði ég trú á því að hann myndi ná mér. Tiger er náttúrulega fyrirbæri og undarlegri hlutir hafa gerst en að hann nái erni á lokaholunni," sagði Johnson. Tiger brást hins vegar bogalistin og náði aðeins pari á lokaholunni. Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Zach Johnson, 31 árs Bandaríkjamaður, bar sigur úr býtum á Mastersmótinu í golfi sem lauk í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Johnson lauk keppni á samtals einu höggi yfir pari en næstu menn, Tiger Woods, Rory Sabbatini og Retief Goosen, léku samtals á þremur höggum yfir pari. Þetta er fyrsti sigur Johnson á stórmóti. Johnson skaust upp í sviðsljósið á lokahringnum í gær en lítið hafði farið fyrir honum á fyrstu þremur keppnisdögunum, þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið langt á eftir næstu mönnum. Í gær lék hann á samtals þremur höggum undir pari og var það sérstaklega góður endasprettur sem tryggði honum á endanum sigurinn. Tiger Woods tók nokkra áhættu í leik sínum á lokasprettinum í gær, vitandi að það væri eini möguleiki hans til að ná Johnson, sem hafði lokið keppni nokkrum holum á undan Woods. Sá leikur gekk ekki upp og því náði Woods ekki að ógna Johnson að neinu viti. "Eins og þeir segja, risar þurfa að falla einhverntímann," sagði Johnson eftir mótið, og átti þar við sigur sinn á Tiger Woods. "Ég var í búningsklefanum mínum og horfði á Tiger undirbúa upphafshöggið á 18. braut. Ég hafði tveggja högga forskot en samt hafði ég trú á því að hann myndi ná mér. Tiger er náttúrulega fyrirbæri og undarlegri hlutir hafa gerst en að hann nái erni á lokaholunni," sagði Johnson. Tiger brást hins vegar bogalistin og náði aðeins pari á lokaholunni.
Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira