Aukinn máttur í hendur eftir aðgerð 6. apríl 2007 19:25 Þeir sem hafa lamast fyrir neðan brjóstkassa og misst nær allan mátt í höndunum geta nú öðlast nokkurn handarmátt að nýju. Með aðgerð er hægt að færa fólki aukinn mátt í hendurnar og er reynslan af slíkum aðgerðum góð. Læknir sem lamaðist eftir umferðarslys á Reykjanesbraut fyrir tæpum áratug er á leið í slíka aðgerð. Þrír Íslendingar með mænuskaða hafa gengist undir aðgerðina sem framkvæmd hefur verið í Gautaborg. Páll Ingvarsson taugalæknir á Grensásdeild segir þennan möguleika fyrir Íslendinga hafa opnast fyrir einu ári. Hátt í 25 manns hér á landi gætu þurft á svona aðgerð að halda sem gengur út á tilfærslu á sinum. Páll segir að fólk finni verulegan mun eftir aðgerð, það fái jafnvel styrk í fingurna sem það hafi ekki haft í tuttugu ár. Jón Sigurðsson, tryggingalæknir lamaðist fyrir neðan brjóstkassa í bíslysi á Reykjanesbraut fyrir átta árum og hefur lítinn sem engan mátt í höndunum. Hann hyggst nú fara í slíka aðgerð í næsta mánuði. Jón segir mjög bagalegt að geta hvorki haldið á hlutum né skrifað með annarri hendinni. Eftir aðgerðina á Jón að fá aukinn styrk í fingurna og meira grip. Aðalsteinn Hallsson lamaðist fyrir neðan brjóstkassa í bílslysi fyrir tuttugu árum og missti nær allan mátt í höndunum. Hann fór í aðgerð í fyrra á báðum höndum og fann verulega breytingu. Hann gat hvorki haldið á glasi né tannburstað sig með einni hendi. Aðalsteinn segist hafa fengið máttinn í hendurnar strax daginn eftir aðgerð. Hann segir lífið hafa gjörbreyst. Hlutir sem hann gat ekki gert í tuttugu ár getur hann gert með annarri hendi núna. Hann segist meira að segja vera farinn að olíubera garðhúsgögnin sín sjálfur, eitthvað sem hann óraði ekki fyrir að geta aftur. Innlent Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira
Þeir sem hafa lamast fyrir neðan brjóstkassa og misst nær allan mátt í höndunum geta nú öðlast nokkurn handarmátt að nýju. Með aðgerð er hægt að færa fólki aukinn mátt í hendurnar og er reynslan af slíkum aðgerðum góð. Læknir sem lamaðist eftir umferðarslys á Reykjanesbraut fyrir tæpum áratug er á leið í slíka aðgerð. Þrír Íslendingar með mænuskaða hafa gengist undir aðgerðina sem framkvæmd hefur verið í Gautaborg. Páll Ingvarsson taugalæknir á Grensásdeild segir þennan möguleika fyrir Íslendinga hafa opnast fyrir einu ári. Hátt í 25 manns hér á landi gætu þurft á svona aðgerð að halda sem gengur út á tilfærslu á sinum. Páll segir að fólk finni verulegan mun eftir aðgerð, það fái jafnvel styrk í fingurna sem það hafi ekki haft í tuttugu ár. Jón Sigurðsson, tryggingalæknir lamaðist fyrir neðan brjóstkassa í bíslysi á Reykjanesbraut fyrir átta árum og hefur lítinn sem engan mátt í höndunum. Hann hyggst nú fara í slíka aðgerð í næsta mánuði. Jón segir mjög bagalegt að geta hvorki haldið á hlutum né skrifað með annarri hendinni. Eftir aðgerðina á Jón að fá aukinn styrk í fingurna og meira grip. Aðalsteinn Hallsson lamaðist fyrir neðan brjóstkassa í bílslysi fyrir tuttugu árum og missti nær allan mátt í höndunum. Hann fór í aðgerð í fyrra á báðum höndum og fann verulega breytingu. Hann gat hvorki haldið á glasi né tannburstað sig með einni hendi. Aðalsteinn segist hafa fengið máttinn í hendurnar strax daginn eftir aðgerð. Hann segir lífið hafa gjörbreyst. Hlutir sem hann gat ekki gert í tuttugu ár getur hann gert með annarri hendi núna. Hann segist meira að segja vera farinn að olíubera garðhúsgögnin sín sjálfur, eitthvað sem hann óraði ekki fyrir að geta aftur.
Innlent Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira