Iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af efnahagsmálum 1. apríl 2007 18:59 Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur áhyggjur af því að efnahagslífið í landinu líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga um að hafna stækkun álversins. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki og vanda verði betur til verka ef færa eigi valdið til íbúanna. Fyrirfram var búist við spennandi kosningum og það gekk eftir. 50,3 prósent Hafnfirðinga sögðu já við stækkun álversins en 49,7 prósent sögðu nei. Ljóst er því að ekkert verður af stækkuninni. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af því að efnahagslífið líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga. "Þetta mun trúlega hafa einhver áhrif á fjárfestingaumhverfið og viðskiptaumhverfið í landinu" segir Jón. Hann segir það vera eitthvað sem menn verði að hafa í huga þegar þeir taki ákvörðun af þessu tagi. Aðspurður sagðist hann hafa áhyggjur af því. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki enda geti menn rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hafi á fjárfestingarfyrirtæki í landinu ef það orð leggst á að fyrirtæki hafi enga vissu og ekkert öryggi eða rétt þrátt fyrir að þau séu búin að leggja fram stórfé eins var í þessu tilfelli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir vissulega munu niðurstöðurnar hafa áhrif á efnahagslífið enda séu þær svar við þeirri kröfu sem uppi hefur verið um að ná niður þenslunni í efnahagsmálum og þessa ákvörðun tekur almenningur í Hafnarfirði en ekki ríkið. Ingibjörg Sólrún segir kosningarnar hins vegar marka tímamót í þróun lýðræðis hér á landi. Henni finnst þátttakan vera sigur fyrir lýðræðið. Hún er sannfærð um að dagurinn í gær hafi markað tímamót í sögulegri þróun íbúalýðræðis. Í svipaðan streng tók menntamálaráðherra en hann var gestur Silfurs Egils í dag. Þorgerður Katrín sagði að hennar mati hafi kosningarnar markað þáttaskil varðandi íbúalýðræðiskosningar. En það lesa ekki allir það sama í niðurstöðurnar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir segir að fólk sé búið að segja hingað og ekki lengra og að þessar niðurstöður muni blása vind í brjóst áframhaldandi baráttuanda um að við getum byggt upp nýtt og annað Ísland. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur áhyggjur af því að efnahagslífið í landinu líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga um að hafna stækkun álversins. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki og vanda verði betur til verka ef færa eigi valdið til íbúanna. Fyrirfram var búist við spennandi kosningum og það gekk eftir. 50,3 prósent Hafnfirðinga sögðu já við stækkun álversins en 49,7 prósent sögðu nei. Ljóst er því að ekkert verður af stækkuninni. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af því að efnahagslífið líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga. "Þetta mun trúlega hafa einhver áhrif á fjárfestingaumhverfið og viðskiptaumhverfið í landinu" segir Jón. Hann segir það vera eitthvað sem menn verði að hafa í huga þegar þeir taki ákvörðun af þessu tagi. Aðspurður sagðist hann hafa áhyggjur af því. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki enda geti menn rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hafi á fjárfestingarfyrirtæki í landinu ef það orð leggst á að fyrirtæki hafi enga vissu og ekkert öryggi eða rétt þrátt fyrir að þau séu búin að leggja fram stórfé eins var í þessu tilfelli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir vissulega munu niðurstöðurnar hafa áhrif á efnahagslífið enda séu þær svar við þeirri kröfu sem uppi hefur verið um að ná niður þenslunni í efnahagsmálum og þessa ákvörðun tekur almenningur í Hafnarfirði en ekki ríkið. Ingibjörg Sólrún segir kosningarnar hins vegar marka tímamót í þróun lýðræðis hér á landi. Henni finnst þátttakan vera sigur fyrir lýðræðið. Hún er sannfærð um að dagurinn í gær hafi markað tímamót í sögulegri þróun íbúalýðræðis. Í svipaðan streng tók menntamálaráðherra en hann var gestur Silfurs Egils í dag. Þorgerður Katrín sagði að hennar mati hafi kosningarnar markað þáttaskil varðandi íbúalýðræðiskosningar. En það lesa ekki allir það sama í niðurstöðurnar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir segir að fólk sé búið að segja hingað og ekki lengra og að þessar niðurstöður muni blása vind í brjóst áframhaldandi baráttuanda um að við getum byggt upp nýtt og annað Ísland.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira