Mikill áhugi á þátttöku í varaliðinu 1. apríl 2007 18:45 Færri komust að en vildu þegar fyrstu úrtökuprófin, fyrir nýtt varalið lögreglunnar, fóru fram um helgina. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að í ljósi viðtakanna verði að hraða byggingu nýs lögregluskóla á Keflavíkurflugvelli og jafnframt kemur til álita að fjölga verulega í liðinu. Nánari upplýsingar um þátttöku í varaliðinu eru hér. Þótt aðeins séu nokkrir dagar síðan Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kynnti hugmyndir sínar um að stofnað yrði 240 manna varalið lögreglu er undirbúningur að stofnun þess kominn vel á veg. Fyrstu úrtökuprófin fóru fram nú um helgina og samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra komust færri að en vildu. Dómsmálaráðherra er ánægður með viðtökurnar og segir fáar hugmyndir sínar hafa vakið önnur eins viðbrögð. Fjöldi manns hafi hringt í hann eða sent tölvupóst og boðið fram krafta sína. Hugmyndir hafa verið uppi um að lögregluskólinn geti fengið aðstöðu á Keflavíkurflugvelli en Björn segir líklegt að í ljósi þessara viðtaka verði þeim áformum hrint í framkvæmd fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Þá útilokar dómsmálaráðherra ekki að liðið verði fjölmennara en 240 manns, áhugi fólks á að slást í hópinn sé slíkur. Flestir varaliðsmennirnir hafa áður starfað í björgunarsveitum, öryggisvörslu, friðargæslu og öðrum slíku en áhugi þeirra á starfinu á sér þó ýmsar orsakir. Góð laun eru sögð í boði fyrir rétta fólkið enda er búist við að verkefni varaliðsins muni á stundum reynast erfið, jafnvel hættuleg. Enn er tekið við skráningum í varaliðið. Hægt er að sækja um inngöngu í varaliðið með því að smella á þennan hlekk en einnig verður vakt í höfuðstöðvum Ríkislögreglustjóra að Skúlagötu 21 til klukkan níu í kvöld. Ekki er tekið við umsóknum í síma. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Færri komust að en vildu þegar fyrstu úrtökuprófin, fyrir nýtt varalið lögreglunnar, fóru fram um helgina. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að í ljósi viðtakanna verði að hraða byggingu nýs lögregluskóla á Keflavíkurflugvelli og jafnframt kemur til álita að fjölga verulega í liðinu. Nánari upplýsingar um þátttöku í varaliðinu eru hér. Þótt aðeins séu nokkrir dagar síðan Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kynnti hugmyndir sínar um að stofnað yrði 240 manna varalið lögreglu er undirbúningur að stofnun þess kominn vel á veg. Fyrstu úrtökuprófin fóru fram nú um helgina og samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra komust færri að en vildu. Dómsmálaráðherra er ánægður með viðtökurnar og segir fáar hugmyndir sínar hafa vakið önnur eins viðbrögð. Fjöldi manns hafi hringt í hann eða sent tölvupóst og boðið fram krafta sína. Hugmyndir hafa verið uppi um að lögregluskólinn geti fengið aðstöðu á Keflavíkurflugvelli en Björn segir líklegt að í ljósi þessara viðtaka verði þeim áformum hrint í framkvæmd fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Þá útilokar dómsmálaráðherra ekki að liðið verði fjölmennara en 240 manns, áhugi fólks á að slást í hópinn sé slíkur. Flestir varaliðsmennirnir hafa áður starfað í björgunarsveitum, öryggisvörslu, friðargæslu og öðrum slíku en áhugi þeirra á starfinu á sér þó ýmsar orsakir. Góð laun eru sögð í boði fyrir rétta fólkið enda er búist við að verkefni varaliðsins muni á stundum reynast erfið, jafnvel hættuleg. Enn er tekið við skráningum í varaliðið. Hægt er að sækja um inngöngu í varaliðið með því að smella á þennan hlekk en einnig verður vakt í höfuðstöðvum Ríkislögreglustjóra að Skúlagötu 21 til klukkan níu í kvöld. Ekki er tekið við umsóknum í síma.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira