Hæstiréttur staðfesti dóm í máli öryrkja 30. mars 2007 20:15 Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli öryrkja sem sótti um starf við afgreiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, en var synjað. Hann segir hið opinbera vinna gegn því að öryrkjar geti farið út á vinnumarkaðinn og kallar öryrkjabætur fátæktargildru sem erfitt sé að komast úr. Hallgrímur Þór Gunnþórsson sótti um starf í afgreiðslu Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2002. Hann fæddist með hryggskekkju og er metinn 75 % öryrki. Hallgrímur er með skrifstofumenntun og ýmiss námskeið að baki en er nú á þriðja ári í félagsfræði í Háskóla Íslands. 68 manns sóttu um afgreiðslustarfið í Héraðsdómi. Hallgrímur var ekki ráðinn, heldur kona sem þótti hafa meiri menntun en hann. Halllgrímur taldi sig ráða vel við starfið, fannst framhjá sér gengið og höfðaði skaðabótamál á hendur Héraðsdómi. Hann taldi héraðsdóm hafa brotið 32. grein laga um málefni fatlaðra sem segir að "Fatlaðir skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þeirra til starfsins sé meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sæki.". Í auglýsingu Héraðsdóms var óskað eftir að ráða starfsmann í fullt starf við almenna afgreiðslu og upplýsingagjöf í móttöku. Í dómi héraðsdóms í fyrra var talið að Héraðsdómi Reykjavikur hafi ekki verið skylt að kalla Hallgrím til viðtals. Hallgrímur segist lengi hafa reynt að vinna sig út úr bótakerfinu. Mikið sé talað um að öryrkjar eigi að fara út á vinnumarkaðinn en það sé hægara sagt en gert. Hallgrímur sendi meðmæli með atvinnuumsókn sinn, þar sem fram kom að hann hafi unnið ýmis störf. Samkvæmt læknisvottorði frá árinu 2000 er Hallgrímur metinn óvinnufær, en Héraðsdómur Reykjavíkur kallaði aldrei eftir því vottorði og var það því aldrei lagt til grundvallar þeirrar ákvörðunar að ráða hann ekki til starfa, né kalla hann til viðtals. En í læknisvottorði frá árinu 2004 er hann hins vegar ekki metinn óvinnufær, en hafi minna úthald til erfiðisvinnu. Bæði vottorðin voru lögð fram þegar Hallgrímur höfðaði málið. Í rökstuðningi Hæstaréttar segir að miðað við eldra vottorðið og lýsingar Hallgríms sjálfs, hafi ályktun héraðsdóms sem hugsanlegs vinnuveitenda, ekki verið röng. Hæstiréttur taldi því að forgangsregla laga um málefni fatlaðra ætti ekki við í tilfelli hans. Hallgrímur er ósáttur við niðurstöðuna en segist ekki hafa efni á því að taka málið lengra. Hallgrímur hafði gjafsókn fyrir Héraðsdómi en ekki Hæstarétti og þarf því að borga allan málakostnað úr eigin vasa. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli öryrkja sem sótti um starf við afgreiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, en var synjað. Hann segir hið opinbera vinna gegn því að öryrkjar geti farið út á vinnumarkaðinn og kallar öryrkjabætur fátæktargildru sem erfitt sé að komast úr. Hallgrímur Þór Gunnþórsson sótti um starf í afgreiðslu Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2002. Hann fæddist með hryggskekkju og er metinn 75 % öryrki. Hallgrímur er með skrifstofumenntun og ýmiss námskeið að baki en er nú á þriðja ári í félagsfræði í Háskóla Íslands. 68 manns sóttu um afgreiðslustarfið í Héraðsdómi. Hallgrímur var ekki ráðinn, heldur kona sem þótti hafa meiri menntun en hann. Halllgrímur taldi sig ráða vel við starfið, fannst framhjá sér gengið og höfðaði skaðabótamál á hendur Héraðsdómi. Hann taldi héraðsdóm hafa brotið 32. grein laga um málefni fatlaðra sem segir að "Fatlaðir skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þeirra til starfsins sé meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sæki.". Í auglýsingu Héraðsdóms var óskað eftir að ráða starfsmann í fullt starf við almenna afgreiðslu og upplýsingagjöf í móttöku. Í dómi héraðsdóms í fyrra var talið að Héraðsdómi Reykjavikur hafi ekki verið skylt að kalla Hallgrím til viðtals. Hallgrímur segist lengi hafa reynt að vinna sig út úr bótakerfinu. Mikið sé talað um að öryrkjar eigi að fara út á vinnumarkaðinn en það sé hægara sagt en gert. Hallgrímur sendi meðmæli með atvinnuumsókn sinn, þar sem fram kom að hann hafi unnið ýmis störf. Samkvæmt læknisvottorði frá árinu 2000 er Hallgrímur metinn óvinnufær, en Héraðsdómur Reykjavíkur kallaði aldrei eftir því vottorði og var það því aldrei lagt til grundvallar þeirrar ákvörðunar að ráða hann ekki til starfa, né kalla hann til viðtals. En í læknisvottorði frá árinu 2004 er hann hins vegar ekki metinn óvinnufær, en hafi minna úthald til erfiðisvinnu. Bæði vottorðin voru lögð fram þegar Hallgrímur höfðaði málið. Í rökstuðningi Hæstaréttar segir að miðað við eldra vottorðið og lýsingar Hallgríms sjálfs, hafi ályktun héraðsdóms sem hugsanlegs vinnuveitenda, ekki verið röng. Hæstiréttur taldi því að forgangsregla laga um málefni fatlaðra ætti ekki við í tilfelli hans. Hallgrímur er ósáttur við niðurstöðuna en segist ekki hafa efni á því að taka málið lengra. Hallgrímur hafði gjafsókn fyrir Héraðsdómi en ekki Hæstarétti og þarf því að borga allan málakostnað úr eigin vasa.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira