Greiða 50% hærra verð en kennarar 30. mars 2007 20:00 Nemendur, í grunnskólum Akureyrar, þurfa að greiða 50% hærra verð fyrir skólamáltíðir en kennarar þeirra. Neytendasamtökin segja þetta skjóta skökku við. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á síðasta fundi breytingar á verði skólamáltíða í leik- og grunnskólum. Verðið á máltíðum lækkar til samræmis við lækkun á virðisaukaskatti en eftir breytingarnar sitja nemendur og kennarar ekki við sama borð. Þannig samþykkti bærinn að tillögu skólanefndar að börnin greiði 309 kr. fyrir stakar heitar máltíðir en starfsmenn skólanna, svo sem kennarar, þurfa ekki að greiða nema 200 krónur fyrir hverja máltíð. Skólabörnin greiða sem sagt ríflega 50% meira fyrir hverja máltíð en kennarar þeirra. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, segir að skýring þessa sé sú að að í kjarasamningum kennara sé tilgreint að þeir skuli aðeins borga fyrir hráefni hverrarmáltíðar. En pólitísk ákvörðun hafi verið tekin um að nemendur skólanna á Akureyri borgi þannig verð að standi undir öllum kostnaði. Í Reykjavík borga nemendur og kennarar sama gjald fyrir hverja máltíð, aðeins hráefniskostnað. Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna þessi mismunun skjóti skökku við. Þótt mikilvægt sé að kennarar fái að borða á góðum kjörum séu til börn sem ekki fái nóg að borða heima hjá sér. Helst ættu nemendur að fá ókeypis máltíðir eins og Svíar hafi boðið skólabörnum up á í áratugi. Daníel Freyr Jónsson formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra segir að í kjarasamningum þeirra sé sérstaklega getið um hámarksverð sem þeir greiði fyrir heitar máltíðir en sveitarfélögin ráði verði máltíða fyrir nemendur. Því kunni sú staða að koma upp að í einu sveitarfélagi borgi nemendur og kennarar sama verð fyrir matinn en í öðru sé munurinn eins og þessu tilviki. Hann tekur undir með Brynhildi að öll skólabörn ættu að fá fríar máltíðir en Kennarasambandið eigi eftir að taka upp þá umræðu. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Nemendur, í grunnskólum Akureyrar, þurfa að greiða 50% hærra verð fyrir skólamáltíðir en kennarar þeirra. Neytendasamtökin segja þetta skjóta skökku við. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á síðasta fundi breytingar á verði skólamáltíða í leik- og grunnskólum. Verðið á máltíðum lækkar til samræmis við lækkun á virðisaukaskatti en eftir breytingarnar sitja nemendur og kennarar ekki við sama borð. Þannig samþykkti bærinn að tillögu skólanefndar að börnin greiði 309 kr. fyrir stakar heitar máltíðir en starfsmenn skólanna, svo sem kennarar, þurfa ekki að greiða nema 200 krónur fyrir hverja máltíð. Skólabörnin greiða sem sagt ríflega 50% meira fyrir hverja máltíð en kennarar þeirra. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, segir að skýring þessa sé sú að að í kjarasamningum kennara sé tilgreint að þeir skuli aðeins borga fyrir hráefni hverrarmáltíðar. En pólitísk ákvörðun hafi verið tekin um að nemendur skólanna á Akureyri borgi þannig verð að standi undir öllum kostnaði. Í Reykjavík borga nemendur og kennarar sama gjald fyrir hverja máltíð, aðeins hráefniskostnað. Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna þessi mismunun skjóti skökku við. Þótt mikilvægt sé að kennarar fái að borða á góðum kjörum séu til börn sem ekki fái nóg að borða heima hjá sér. Helst ættu nemendur að fá ókeypis máltíðir eins og Svíar hafi boðið skólabörnum up á í áratugi. Daníel Freyr Jónsson formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra segir að í kjarasamningum þeirra sé sérstaklega getið um hámarksverð sem þeir greiði fyrir heitar máltíðir en sveitarfélögin ráði verði máltíða fyrir nemendur. Því kunni sú staða að koma upp að í einu sveitarfélagi borgi nemendur og kennarar sama verð fyrir matinn en í öðru sé munurinn eins og þessu tilviki. Hann tekur undir með Brynhildi að öll skólabörn ættu að fá fríar máltíðir en Kennarasambandið eigi eftir að taka upp þá umræðu.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira