Yfir 3000 tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur 28. mars 2007 18:15 Rúmlega þrjú þúsund tilkynningar, um ofbeldi eða vanhirðu á börnum, bárust til Barnaverndar Reykjavíkur í fyrra, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Það færist í vöxt að ítrekað berist tilkynningar vegna sömu barnanna. Dæmi eru um að erfitt sé að ná sambandi við Barnavernd sökum álags. Tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgaði um tæplega fimm hundruð í fyrra frá 2005. Fjöldi þeirra var 3.167 í fyrra en 2.682 árið 2005. Fjöldi barna sem tilkynnt var um jókst hins vegar ekki mikið. Í fyrra var tilkynnt um 1647 börn en árið 2005 var tilkynnt um 1629. Steinunn Bergmann framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir vaxandi vitund hjá fólki, skýringuna á því af hverju tilkynningum hefur fjölgað. Vanræksla sé stærsti málaflokkurinn sem tilkynnt sé um. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að einstaklingur hafi reynt án árangurs að ná í Barnavernd svo dögum skipti vegna barns, sem varð fyrir heimilisofbeldi. Steinunn segir álagið stundum mjög mikið á símanum og það þurfi að skoða nánar, nái fólk ekki sambandi við Barnaverndina. Tuttugu manns sem þar starfi hafi yfir fjörutíu mál á sinni könnu og þurfi stöðugt að forgangsraða verkefnum eftir alvarleika málanna. Það megi lítið út af bregða ef veikindi komi upp. Náist ekki í Barnavernd Reykjavíkur er einnig hægt að hringja þjónustuver Reykjavíkurborgar í 411-1111 . Telji fólk börn í verulegri hættu eigi það hiklaust að hringja í neyðarnúmer lögreglunnar 112. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund tilkynningar, um ofbeldi eða vanhirðu á börnum, bárust til Barnaverndar Reykjavíkur í fyrra, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Það færist í vöxt að ítrekað berist tilkynningar vegna sömu barnanna. Dæmi eru um að erfitt sé að ná sambandi við Barnavernd sökum álags. Tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgaði um tæplega fimm hundruð í fyrra frá 2005. Fjöldi þeirra var 3.167 í fyrra en 2.682 árið 2005. Fjöldi barna sem tilkynnt var um jókst hins vegar ekki mikið. Í fyrra var tilkynnt um 1647 börn en árið 2005 var tilkynnt um 1629. Steinunn Bergmann framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir vaxandi vitund hjá fólki, skýringuna á því af hverju tilkynningum hefur fjölgað. Vanræksla sé stærsti málaflokkurinn sem tilkynnt sé um. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að einstaklingur hafi reynt án árangurs að ná í Barnavernd svo dögum skipti vegna barns, sem varð fyrir heimilisofbeldi. Steinunn segir álagið stundum mjög mikið á símanum og það þurfi að skoða nánar, nái fólk ekki sambandi við Barnaverndina. Tuttugu manns sem þar starfi hafi yfir fjörutíu mál á sinni könnu og þurfi stöðugt að forgangsraða verkefnum eftir alvarleika málanna. Það megi lítið út af bregða ef veikindi komi upp. Náist ekki í Barnavernd Reykjavíkur er einnig hægt að hringja þjónustuver Reykjavíkurborgar í 411-1111 . Telji fólk börn í verulegri hættu eigi það hiklaust að hringja í neyðarnúmer lögreglunnar 112.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira