Rektor HR hafnar ásökunum um spillingu 28. mars 2007 18:30 Háskólinn í Reykjavík samdi án útboðs um byggingu, fjármögnun og eignarhald á nýju húsnæði í Öskjuhlíð, við Nýsi sem Glitnir á þriðjungs hlut í. Forstjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson, er jafnframt formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík. Stjórnarformaður Nýsis segir þetta siðferðilega óverjandi, en rektor segir samninginn faglega ákvörðun. Viðskiptablaðið greinir frá gagnrýni Stefáns Þórarinssonar, stjórnarformanns Nýsis, í dag. Stefán er staddur í útlöndum en sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera bullandi reiður. Málið snýst um 20 hektara lóð sem Reykjavíkurborg afhenti Háskólanum í Reykjavík. Í kjölfarið samdi Háskólinn við eignarhaldsfélagið Nýsi um uppbygginguna á hluta af lóðinni, eða fjórum hekturum, sem fara undir sjálfa háskólabygginguna. Í ljósi þess að skólinn greiðir aðeins kostnað af lóðinni, þ.e. gatnagerðargjöld, og að meirihluti rekstrarfjár, eða 60%, koma frá ríkinu, segir Stefán að samningur án útboðs sé spilling. Hann sagði jafnframt í samtali við fréttastofu að hann hefði talið að kolkrabbinn og klíkubósar þessa lands væru dauðir eða komnir á elliheimili. Svo væri greinilega ekki, aðrir og helmingi verri væru komnir í þeirra stað. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, segir þetta hafa verið faglega ákvörðun. Fundað hafi verið með fjölmörgum aðilum áður en gengið var til samninga við Fasteign.Áður óbirtar myndir af væntanlegri háskólabyggingu sýna að húsnæðið verður fremur lágreist glerbygging, skammt frá hinu vinsæla útivistarsvæði við Ylströndina. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, segir að samningurinn við Fasteign sé verulega hagstæður af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi verði leigan hagstæð, í öðru lagi er kaupréttarákvæði í samningnum sem þýðir að á fimm ára fresti fær skólinn færi á að kaupa húsnæðið og í þriðja lagi eignast skólinn nærri þriðjungs hlut í eignarhaldsfélaginu Fasteign.Fréttastofa leitaði í dag eftir viðbrögðum frá borgarstjóra, menntamálaráðherra og forstjóra Glitnis. Þau voru öll erlendis. Fréttir Innlent Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík samdi án útboðs um byggingu, fjármögnun og eignarhald á nýju húsnæði í Öskjuhlíð, við Nýsi sem Glitnir á þriðjungs hlut í. Forstjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson, er jafnframt formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík. Stjórnarformaður Nýsis segir þetta siðferðilega óverjandi, en rektor segir samninginn faglega ákvörðun. Viðskiptablaðið greinir frá gagnrýni Stefáns Þórarinssonar, stjórnarformanns Nýsis, í dag. Stefán er staddur í útlöndum en sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera bullandi reiður. Málið snýst um 20 hektara lóð sem Reykjavíkurborg afhenti Háskólanum í Reykjavík. Í kjölfarið samdi Háskólinn við eignarhaldsfélagið Nýsi um uppbygginguna á hluta af lóðinni, eða fjórum hekturum, sem fara undir sjálfa háskólabygginguna. Í ljósi þess að skólinn greiðir aðeins kostnað af lóðinni, þ.e. gatnagerðargjöld, og að meirihluti rekstrarfjár, eða 60%, koma frá ríkinu, segir Stefán að samningur án útboðs sé spilling. Hann sagði jafnframt í samtali við fréttastofu að hann hefði talið að kolkrabbinn og klíkubósar þessa lands væru dauðir eða komnir á elliheimili. Svo væri greinilega ekki, aðrir og helmingi verri væru komnir í þeirra stað. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, segir þetta hafa verið faglega ákvörðun. Fundað hafi verið með fjölmörgum aðilum áður en gengið var til samninga við Fasteign.Áður óbirtar myndir af væntanlegri háskólabyggingu sýna að húsnæðið verður fremur lágreist glerbygging, skammt frá hinu vinsæla útivistarsvæði við Ylströndina. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, segir að samningurinn við Fasteign sé verulega hagstæður af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi verði leigan hagstæð, í öðru lagi er kaupréttarákvæði í samningnum sem þýðir að á fimm ára fresti fær skólinn færi á að kaupa húsnæðið og í þriðja lagi eignast skólinn nærri þriðjungs hlut í eignarhaldsfélaginu Fasteign.Fréttastofa leitaði í dag eftir viðbrögðum frá borgarstjóra, menntamálaráðherra og forstjóra Glitnis. Þau voru öll erlendis.
Fréttir Innlent Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira