Innlent

Heilbrigðismálin verða aðalmálið

Umhverfismál virðast ekki eins ofarlega í huga kjósenda og ætla mætti af umræðunni. Samkvæmt vefkönnun Reykjavík síðdegis á Bylgjunni eru það heilbrigðismálin sem flestir vilja að verði aðal-kosningamálið í Alþingiskosningunum 12. maí næstkomandi.

18 prósent nefndu heilbrigðismálin. Skatta og fjármál eru í öðru sæti með 17 prósent. Önnur mál virðast skipta fólk minna máli. Þeir sem tóku þátt í könnun Reykjavík síðdegis settu samgöngumál í þriðja sæti og síðan Neytenda- og verðlagsmál. Innflytjendamál lentu í fimmta sæti og Umhverfismál og Dóms- og refsimál lentu í sjötta og sjöunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×