Er tölvan þín örugg? 26. mars 2007 18:49 Hætt er við því að margir netnotendur séu ekki nægilega meðvitaðir um öryggi sitt á netinu. Netbankaviðskipti eru að vísu langt um öruggari eftir tilkomu auðkennislykla en samt sem áður eru margar gildrur sem órpúttnir náungar geta nýtt sér, bæði þeir sem hafa áhuga á að græða peninga og eins þeir sem virðast hafa það markmið eitt að skemma fyrir öðrum. Ýmis konar njósnabúnaður (spyware) hleðst niður á tölvur í bakgrunni venjulegrar netvinnslu. Þá eru einnig fjölmörg veffyrirtæki sem hlaða niður auglýsingabúnaði (adware) sem njósnar um netnotkun fólks og opnar pop-up glugga með auglýsingum þegar síst skyldi. Njósnabúnaðurinn getur verið hannaður með það að augnamiði að stela kreditkortanúmerum fólks. Tiltölulega einfalt er að verjast slíkum búnaði. Í nýjasta Windows Vista stýrikerfinu er innbyggður búnaður sem á að uppfærast sjálkrafa og verja netnotendur fyrir njósnabúnaðinum. Þá eru fjölmörg forrit sem hægt er að nálgast ókeypis á netinu hönnuð til þess að finna og eyða slíkum búnaði. Eitt það vinsælasta er Adaware og annað er Spybot. Þessi forrit er gott að keyra upp reglulega, uppfæra þau og láta þau finna og eyða njósnabúnaði í tölvunni. Það kemur mörgum óþægilega á óvart hversu mikið þessi forrit finna þegar þau eru keyrð í fyrsta skipti eftir mikla netnotkun. Margir netnotendur hafa þá valið að nota vafrann Mozilla Firefox í stað Internet Explorer, en Firefox ku ekki vera jafn duglegur að hlaða niður njósnabúnaði. Ekki má heldur gleyma vírusum sem eru fjölmargir í umferð og margir til þess fallnir að skemma tölvugögn þannig að erfitt sé að nálgast þau aftur. Til að forðast vírusa er mikilvægt að hafa öfluga vírusvörn sem uppfærist sjálfkrafa með upplýsingum um nýja vírusa í umferð. Margur hefur brennt sig á því að trassa að endurnýja áskrift að vírusvörninni sinni. Þessi vandamál eru eitthvað sem notendur Apple tölva hafa ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af þar sem tölvuþrjótar virðast ekki hafa mikinn áhuga á að skrifa njósnabúnað og vírusa fyrir þannig vélar en ástæða er til að hvetja fjölmarga notendur PC-tölva til að kynna sér málið vel og tryggja að tölvan sé vel varin. Við hvetjum lesendur til að tjá sig hér að neðan um sína reynslu af tölvurusli og þiggjum ábendingar um góð ráð. Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hætt er við því að margir netnotendur séu ekki nægilega meðvitaðir um öryggi sitt á netinu. Netbankaviðskipti eru að vísu langt um öruggari eftir tilkomu auðkennislykla en samt sem áður eru margar gildrur sem órpúttnir náungar geta nýtt sér, bæði þeir sem hafa áhuga á að græða peninga og eins þeir sem virðast hafa það markmið eitt að skemma fyrir öðrum. Ýmis konar njósnabúnaður (spyware) hleðst niður á tölvur í bakgrunni venjulegrar netvinnslu. Þá eru einnig fjölmörg veffyrirtæki sem hlaða niður auglýsingabúnaði (adware) sem njósnar um netnotkun fólks og opnar pop-up glugga með auglýsingum þegar síst skyldi. Njósnabúnaðurinn getur verið hannaður með það að augnamiði að stela kreditkortanúmerum fólks. Tiltölulega einfalt er að verjast slíkum búnaði. Í nýjasta Windows Vista stýrikerfinu er innbyggður búnaður sem á að uppfærast sjálkrafa og verja netnotendur fyrir njósnabúnaðinum. Þá eru fjölmörg forrit sem hægt er að nálgast ókeypis á netinu hönnuð til þess að finna og eyða slíkum búnaði. Eitt það vinsælasta er Adaware og annað er Spybot. Þessi forrit er gott að keyra upp reglulega, uppfæra þau og láta þau finna og eyða njósnabúnaði í tölvunni. Það kemur mörgum óþægilega á óvart hversu mikið þessi forrit finna þegar þau eru keyrð í fyrsta skipti eftir mikla netnotkun. Margir netnotendur hafa þá valið að nota vafrann Mozilla Firefox í stað Internet Explorer, en Firefox ku ekki vera jafn duglegur að hlaða niður njósnabúnaði. Ekki má heldur gleyma vírusum sem eru fjölmargir í umferð og margir til þess fallnir að skemma tölvugögn þannig að erfitt sé að nálgast þau aftur. Til að forðast vírusa er mikilvægt að hafa öfluga vírusvörn sem uppfærist sjálfkrafa með upplýsingum um nýja vírusa í umferð. Margur hefur brennt sig á því að trassa að endurnýja áskrift að vírusvörninni sinni. Þessi vandamál eru eitthvað sem notendur Apple tölva hafa ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af þar sem tölvuþrjótar virðast ekki hafa mikinn áhuga á að skrifa njósnabúnað og vírusa fyrir þannig vélar en ástæða er til að hvetja fjölmarga notendur PC-tölva til að kynna sér málið vel og tryggja að tölvan sé vel varin. Við hvetjum lesendur til að tjá sig hér að neðan um sína reynslu af tölvurusli og þiggjum ábendingar um góð ráð.
Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira