Viðskipti innlent

Baugur opnar verslunarmiðstöð í Stokkhólmi

Frá Stokkhólmi.
Frá Stokkhólmi.
Á morgun opnar fyrsti áfangi SOUK - nýrrar verslunarmiðstöðvar við Drottningagötu í Stokkhólmi í Svíþjóð. SOUK er í eigu Baugs Group.

Í tilkynningu frá Baugi kemur fram að í fyrsta áfanganum hefst starfsemi í 4.000 fermetra álmu. Í helmingi álmunnar verða verslanirnar Topshop og Topman. Verslanirnar í SOUK eru fyrstu flaggskipsverslanir þeirra utan Bretlands.

Hinir 2.000 fermetrarnir munu hýsa ný ungtískuvörumerki svo sem Pilgrim, Svea, Denim for Girls, edc, Smycka, Friis, Pashion og Lollipops Paris. Þar að auki verða nokkur hátískunöfn frá London, þar á meðal Oasis, Warehouse og Jane Norman. Í ágúst opna svo 2.000 fermetrar til viðbótar þar sem 10 vörumerki í viðbót verða í boði.

Haft er eftir Åke Hellqvist, forstjóra SOUK, að fyrirtækið líti á verslunarmiðstöðina sem stærstu og djörfustu tískufjárfestinguna í Stokkhólmi í langan tíma.

„Það ætti eiginlega ekki að vera hægt að loka stórverslun og opna nýja verslunarmiðstöð á níu vikum," segir Hellqvist. En allt gekk samkvæmt áætlun þökk sé góðu skipulagi og áætlanagerðar, hraustra og seigra byggingaverktaka, og leigjenda og vörumerkjaeigenda sem trúa á viðskiptahugmyndina.

„Markmið okkar er að skapa samkomustað fyrir yngri kynslóðina, sem er nú þegar mjög áberandi í miðborg Stokkhólms," segir Hellqvist.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×