Viðskipti innlent

Bankarnir stóðust álagspróf FME

Íslensku viðkiptabankarnir og fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás hafa allir staðist álagspróf Fjármálaeftirlitsins. Með prófinu er gert ráð fyrir því að að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, vaxtafrystum/virðisrýrðum útlánum og fullnustueignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark.

Á vef Fjármálaeftirlitsins kemur fram að álagspróf sem þessi séu framkvæmd með reglubundnum hætti. Síðast voru niðurstöður úr slíku prófi birtar fyrir um hálfu ári.

Eiginfjárhlutföll (CAD hlutfall) bankanna eftir álagsprófið nú eru hærri hjá bönkunum öllum en þau voru fyrir hálfu ári síðan.

Á vef Fjármálaeftirlitsins má sjá niðurstöður álagsprófanna eftir einstökum bönkum.

Vefur Fjármálaeftirlitsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×