Viðskipti innlent

Landsbankinn spáir 5,1% verðbólgu

Landsbanki Íslands.
Landsbanki Íslands.

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4 prósent í apríl. Gangi það eftir lækkar verðbólga úr 5,9 prósentum í 5,1 prósent. Til samanburðar birti greiningardeild Kaupþings verðbólguspá sína í gær en deildin gerir ráð fyrir því að verðbólga fari niður í 5,3 prósent í mánuðinum.

Greiningardeild Landsbankans sesgir að hækkandi fasteignaverð og hækkun á verði fatnaðar séu helstu skýringarnar á hækkuninni í apríl. Á móti vegi lækkun á verðskrám hótela og veitingastaða ásamt vægri lækkun matarverðs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×