Morfínfíklum fækkað um helming 20. mars 2007 18:52 Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum. Lyfjagagnagrunnurinn komst í gagnið fyrir tveimur árum til að hafa eftirlit með ávísunum lækna og fylgjast með þróun lyfjanotkunar. Við ræddum við móður fíkils í síðustu viku sem blöskraði feykilegt magn af rítalíni sem fíkillinn hafði fengið hjá einum og sama lækninum. Mest fékk fíkillinn 210 töflur á einum degi. Ávísanir til viðkomandi fíkils sáust í lyfjagagnagrunninum og því gat landlæknir brugðist skjótt við. Matthías Halldórsson landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að gagnagrunnurinn hafi fælingaráhrif, bæði fyrir lækna og fíkla. Tveir læknar hafa fengið munnlega viðvörun eftir að hann var tekinn í notkun. Þá hafa fjölmargir læknar verið varaðir við nokkrum tugum einstaklinga, líklega um fimmtíu, sem grunnurinn sýnir að gangi á milli lækna til að fá lyf. Ein sú kræfasta er kona sem hefur leitað til að minnsta kosti sjö heimilislækna undir mismunandi nöfnum og óskað eftir sterkum verkjalyfjum. Í kjölfarið óskaði landlæknir eftir því við lækna að afgreiða aldrei ókunnuga um ávanalyf nema viðkomandi framvísi skilríkjum. Konan notaði nöfn ýmissa kvenna og ein þeirra hefur nú kært hana til lögreglu með stuðningi landlæknisembættisins. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi tekur undir það að misnotkun ákveðinna lyfseðilsskyldra lyfja hafi minnkað. "Í stað 40 nýrra sprautufíkla sem eru að sprauta sig með morfíni í æð er það komið niður í 20 á ári. Það hefur minnkað um helming." Þórarinn segir þó of snemmt að mæla árangurinn af gagnagrunninum. "Við sjáum að nýgengistölurnar eru að fara niður í morfíni og kódíni og líklega eru þær líka að fara niður í rítalíni. En þetta á eftir að skila sér miklu meira. Því að ávísun lyfjanna til þeirra sem eru að nota þau, er með þeim hætti að það er miklu minni hætta á að það sé misnotað og nýir fíklar verði til." Fréttir Innlent Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum. Lyfjagagnagrunnurinn komst í gagnið fyrir tveimur árum til að hafa eftirlit með ávísunum lækna og fylgjast með þróun lyfjanotkunar. Við ræddum við móður fíkils í síðustu viku sem blöskraði feykilegt magn af rítalíni sem fíkillinn hafði fengið hjá einum og sama lækninum. Mest fékk fíkillinn 210 töflur á einum degi. Ávísanir til viðkomandi fíkils sáust í lyfjagagnagrunninum og því gat landlæknir brugðist skjótt við. Matthías Halldórsson landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að gagnagrunnurinn hafi fælingaráhrif, bæði fyrir lækna og fíkla. Tveir læknar hafa fengið munnlega viðvörun eftir að hann var tekinn í notkun. Þá hafa fjölmargir læknar verið varaðir við nokkrum tugum einstaklinga, líklega um fimmtíu, sem grunnurinn sýnir að gangi á milli lækna til að fá lyf. Ein sú kræfasta er kona sem hefur leitað til að minnsta kosti sjö heimilislækna undir mismunandi nöfnum og óskað eftir sterkum verkjalyfjum. Í kjölfarið óskaði landlæknir eftir því við lækna að afgreiða aldrei ókunnuga um ávanalyf nema viðkomandi framvísi skilríkjum. Konan notaði nöfn ýmissa kvenna og ein þeirra hefur nú kært hana til lögreglu með stuðningi landlæknisembættisins. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi tekur undir það að misnotkun ákveðinna lyfseðilsskyldra lyfja hafi minnkað. "Í stað 40 nýrra sprautufíkla sem eru að sprauta sig með morfíni í æð er það komið niður í 20 á ári. Það hefur minnkað um helming." Þórarinn segir þó of snemmt að mæla árangurinn af gagnagrunninum. "Við sjáum að nýgengistölurnar eru að fara niður í morfíni og kódíni og líklega eru þær líka að fara niður í rítalíni. En þetta á eftir að skila sér miklu meira. Því að ávísun lyfjanna til þeirra sem eru að nota þau, er með þeim hætti að það er miklu minni hætta á að það sé misnotað og nýir fíklar verði til."
Fréttir Innlent Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira