Morfínfíklum fækkað um helming 20. mars 2007 18:52 Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum. Lyfjagagnagrunnurinn komst í gagnið fyrir tveimur árum til að hafa eftirlit með ávísunum lækna og fylgjast með þróun lyfjanotkunar. Við ræddum við móður fíkils í síðustu viku sem blöskraði feykilegt magn af rítalíni sem fíkillinn hafði fengið hjá einum og sama lækninum. Mest fékk fíkillinn 210 töflur á einum degi. Ávísanir til viðkomandi fíkils sáust í lyfjagagnagrunninum og því gat landlæknir brugðist skjótt við. Matthías Halldórsson landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að gagnagrunnurinn hafi fælingaráhrif, bæði fyrir lækna og fíkla. Tveir læknar hafa fengið munnlega viðvörun eftir að hann var tekinn í notkun. Þá hafa fjölmargir læknar verið varaðir við nokkrum tugum einstaklinga, líklega um fimmtíu, sem grunnurinn sýnir að gangi á milli lækna til að fá lyf. Ein sú kræfasta er kona sem hefur leitað til að minnsta kosti sjö heimilislækna undir mismunandi nöfnum og óskað eftir sterkum verkjalyfjum. Í kjölfarið óskaði landlæknir eftir því við lækna að afgreiða aldrei ókunnuga um ávanalyf nema viðkomandi framvísi skilríkjum. Konan notaði nöfn ýmissa kvenna og ein þeirra hefur nú kært hana til lögreglu með stuðningi landlæknisembættisins. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi tekur undir það að misnotkun ákveðinna lyfseðilsskyldra lyfja hafi minnkað. "Í stað 40 nýrra sprautufíkla sem eru að sprauta sig með morfíni í æð er það komið niður í 20 á ári. Það hefur minnkað um helming." Þórarinn segir þó of snemmt að mæla árangurinn af gagnagrunninum. "Við sjáum að nýgengistölurnar eru að fara niður í morfíni og kódíni og líklega eru þær líka að fara niður í rítalíni. En þetta á eftir að skila sér miklu meira. Því að ávísun lyfjanna til þeirra sem eru að nota þau, er með þeim hætti að það er miklu minni hætta á að það sé misnotað og nýir fíklar verði til." Fréttir Innlent Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert rætt um borgarstjórann sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Sjá meira
Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum. Lyfjagagnagrunnurinn komst í gagnið fyrir tveimur árum til að hafa eftirlit með ávísunum lækna og fylgjast með þróun lyfjanotkunar. Við ræddum við móður fíkils í síðustu viku sem blöskraði feykilegt magn af rítalíni sem fíkillinn hafði fengið hjá einum og sama lækninum. Mest fékk fíkillinn 210 töflur á einum degi. Ávísanir til viðkomandi fíkils sáust í lyfjagagnagrunninum og því gat landlæknir brugðist skjótt við. Matthías Halldórsson landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að gagnagrunnurinn hafi fælingaráhrif, bæði fyrir lækna og fíkla. Tveir læknar hafa fengið munnlega viðvörun eftir að hann var tekinn í notkun. Þá hafa fjölmargir læknar verið varaðir við nokkrum tugum einstaklinga, líklega um fimmtíu, sem grunnurinn sýnir að gangi á milli lækna til að fá lyf. Ein sú kræfasta er kona sem hefur leitað til að minnsta kosti sjö heimilislækna undir mismunandi nöfnum og óskað eftir sterkum verkjalyfjum. Í kjölfarið óskaði landlæknir eftir því við lækna að afgreiða aldrei ókunnuga um ávanalyf nema viðkomandi framvísi skilríkjum. Konan notaði nöfn ýmissa kvenna og ein þeirra hefur nú kært hana til lögreglu með stuðningi landlæknisembættisins. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi tekur undir það að misnotkun ákveðinna lyfseðilsskyldra lyfja hafi minnkað. "Í stað 40 nýrra sprautufíkla sem eru að sprauta sig með morfíni í æð er það komið niður í 20 á ári. Það hefur minnkað um helming." Þórarinn segir þó of snemmt að mæla árangurinn af gagnagrunninum. "Við sjáum að nýgengistölurnar eru að fara niður í morfíni og kódíni og líklega eru þær líka að fara niður í rítalíni. En þetta á eftir að skila sér miklu meira. Því að ávísun lyfjanna til þeirra sem eru að nota þau, er með þeim hætti að það er miklu minni hætta á að það sé misnotað og nýir fíklar verði til."
Fréttir Innlent Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert rætt um borgarstjórann sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Sjá meira