Fundum Alþingis frestað fram yfir kosningar 18. mars 2007 00:32 MYND/Vilhelm Samþykkt var að fresta fundum Alþingis klukkan hálfeitt í nótt fram yfir þingskosningar eftir maraþonfundi sem staðið höfðu frá því klukkan hálftíu í morgun. 45 frumvörp urðu að lögum í dag og níu þingsályktunartillögur voru samþykktar. Meðal frumvarpa sem urðu að lögum voru vegalög, lög um sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands á næsta ári, lög um Náttúruminjasafn Íslands sem eitt þriggja höfuðsafna, lög um losun gróðurhúsalofttegunda og lög um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá voru samþykktar breytingar á samkeppnislögum sem kveðar skýrar á um ábyrgð stjórnenda fyrirtækja sem verða uppvís að brotum á samkeppnislögum og viðurlög við umferðarlagabrotum hert. Enn fremur var samþykkt frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá en markmið þeirra er að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Jafnframt var samþykkt að breyta lögum um vörugjald af ökutækjum á þann hátt að vörugjald af metangasbílum er fellt niður fram til ársloka 2008. Þingið samþykkti einnig heildarlög um íslensku friðargæsluna. Meðal þingsályktunartillagna sem þingið samþykkti var tillaga að samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010, tillaga um skipulagða krabbameinsleit í ristli og önnur um að þjóðfáni Íslendinga skuli vera í þingsal. Til stóð að ljúka þingstörfum um kvöldmatarleytið en þau drógust fram eftir kvöldi meðal annars vegna deilna um þróun barnabóta hér á landi. Þar sem þingfundum hefur verið frestað fram yfir þingkosningar sem fram fara 12. maí má segja að kosningabarátta flokkanna hefjist nú með formlegum hætti. Alls voru afgreidd 114 frumvörp sem lög á þessu þingi og 29 þingsályktunartillögur eftir því sem Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, greindi frá í kvöld. Benti hún á í ræðu sem hún hélt í þinglok að gera þyfti frekari breytingar á þingsköpum en samþykktar voru í dag og efla þekkingu nemenda á löggjafarstörfum þingsins. Þá ítrekaði hún þá skoðun sína að Alþingi ætti að hafa hús á Þingvöllum til að geta tekið á móti erlendum gestum enda væri Alþingi tengt Þingvöllum órjúfanlegum böndum. Sólveig þakkaði þeim fjölmörgu þingmönnum sem ákveðið hafa að gefa ekki aftur kost á sér til þingstarfa samstarfið en hún hyggst sjálf hætta þingmennsku nú eftir 16 ára setu á Alþingi. Kosningar 2007 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Samþykkt var að fresta fundum Alþingis klukkan hálfeitt í nótt fram yfir þingskosningar eftir maraþonfundi sem staðið höfðu frá því klukkan hálftíu í morgun. 45 frumvörp urðu að lögum í dag og níu þingsályktunartillögur voru samþykktar. Meðal frumvarpa sem urðu að lögum voru vegalög, lög um sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands á næsta ári, lög um Náttúruminjasafn Íslands sem eitt þriggja höfuðsafna, lög um losun gróðurhúsalofttegunda og lög um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá voru samþykktar breytingar á samkeppnislögum sem kveðar skýrar á um ábyrgð stjórnenda fyrirtækja sem verða uppvís að brotum á samkeppnislögum og viðurlög við umferðarlagabrotum hert. Enn fremur var samþykkt frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá en markmið þeirra er að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Jafnframt var samþykkt að breyta lögum um vörugjald af ökutækjum á þann hátt að vörugjald af metangasbílum er fellt niður fram til ársloka 2008. Þingið samþykkti einnig heildarlög um íslensku friðargæsluna. Meðal þingsályktunartillagna sem þingið samþykkti var tillaga að samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010, tillaga um skipulagða krabbameinsleit í ristli og önnur um að þjóðfáni Íslendinga skuli vera í þingsal. Til stóð að ljúka þingstörfum um kvöldmatarleytið en þau drógust fram eftir kvöldi meðal annars vegna deilna um þróun barnabóta hér á landi. Þar sem þingfundum hefur verið frestað fram yfir þingkosningar sem fram fara 12. maí má segja að kosningabarátta flokkanna hefjist nú með formlegum hætti. Alls voru afgreidd 114 frumvörp sem lög á þessu þingi og 29 þingsályktunartillögur eftir því sem Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, greindi frá í kvöld. Benti hún á í ræðu sem hún hélt í þinglok að gera þyfti frekari breytingar á þingsköpum en samþykktar voru í dag og efla þekkingu nemenda á löggjafarstörfum þingsins. Þá ítrekaði hún þá skoðun sína að Alþingi ætti að hafa hús á Þingvöllum til að geta tekið á móti erlendum gestum enda væri Alþingi tengt Þingvöllum órjúfanlegum böndum. Sólveig þakkaði þeim fjölmörgu þingmönnum sem ákveðið hafa að gefa ekki aftur kost á sér til þingstarfa samstarfið en hún hyggst sjálf hætta þingmennsku nú eftir 16 ára setu á Alþingi.
Kosningar 2007 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira