Viðskipti innlent

Glitnir eignast meirihluta í FIM Group

Glitnir banki eignaðist í dag 68,1 prósenta hlut í finnska eignastýringafyrirtækinu FIM Group Corporation. Glitnir keypti hlutinn af 11 stærstu hluthöfum fyrirtækisins 5. febrúar síðastliðinn. Glitnir áætlar að gera yfirtökutilboð í eftirstandandi hluti í FIM í apríl.

Í tilkynningu frá bankanum er haft eftir Bjarna Ármannssyni, forstjóra Glitnis, að bankinn sé afar ánægður með að þessum hluta kaupanna sé lokið. „Við gerum ráð fyrir að leggja fram yfirtökutilboð fyrir páska þegar gerð tilboðsgagna er lokið og samþykki viðeigandi yfirvalda liggur fyrir," segir hann.

FIM hélt aðalfund sinn í Helsinki fimmtudaginn 15. mars en þar var ný stjórn kosin. Í nýrri stjórn sitja þeir Bjarni Ármannsson, Frank Ove Reite, Sverrir Örn Þorvaldsson, Niklas Geust og Vesa Honkanen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×