Segir lögreglu hafa hundsað gögn um sýknu 15. mars 2007 18:30 Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert. Jón B Snorrason fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og stjórnandi Baugsrannsóknarinnar, bar vitni fyrir Hérðasdómi í dag. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs, eyddi mestum tíma í að spyrja Jón B hvers vegna ýmis gögn um viðskipti sakborninga hafi ekki verið skoðuð og þannig ekki fylgt eftir því sem sakborningar sögðu sjálfir við yfirheyrslur hjá lögreglu. Gestur spurði m.a. um hvers vegna ekki hefðu verið skoðuð viðskipti við danskan aðila, sem hefðu verið sambærileg og viðskiptin við Nordica fyrirtæki Jóns Geralds Sullenbergers. En spurning um sýkn eða sekt í þessu máli, snýst mikið um hvort um eðlileg lán hafi verið að ræða í viðskiptum, eða ólögleg lán. "Svör Jóns B Snorrasonar fyrir dómi í dag, sannfærðu mig um það að lögreglan rannsakaði málið ekki út frá lánshugtakinu eins og það á að skilja það samkvæmt lagagreininni sem hér skiptir máli," sagði Gestur eftir að réttarhaldinu lauk í dag. Gestur segir að kalla hefði átt fyrir ýmsa aðila sem sakborningar áttu í viðskiptum við fyrir hönd Baugs, sem lögreglan ræddi aldrei við. "Við getum tekið sem dæmi eign sem sparisjóður Reykjavíkur átti og var seld til Baugs. Í þessu er ákært fyrir lánveitingu sem á sér stað í þessu ferli. Málið er rannsakað án þess að það sé rætt við þessa aðila sem voru seljendur eignanna, þ.e.a.s. fulltrúa Sparisjóðsins. Miðað við þann lagaskilning sem ég tel að sé tvimælalaust réttur, er óhugsandi að ná niðurstöðu án þess að það sé rannsakað," segir Gestur. Jón B Snorrason segir að með þessu séu verjendur í raun komnir út í málflutninginn sjálfan, þar sem þeir reyni að sýna fram á að fleiri hliðar séu á þeim málum sem voru til rannsóknar. Jón segir að atriði sem sýnt hefðu getað fram á sýknu sakborninga hafi líka verið vegin og metin í rannsókninni. "Lög gera ráð fyrir og leggja þær skyldur á rannsóknaraðila að rannsaka jöfnum höndum það sem kann að leiða til þess að sýnt verði fram á sakleysi manna eins og sekt," segir Jón. Það sé markmiðið að komast að hinu rétta í hverju máli og þá verði að hafa auga á hvoru tveggja og það hafi verið gert í þessu máli eins og öllum öðrum málum. Fréttir Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert. Jón B Snorrason fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og stjórnandi Baugsrannsóknarinnar, bar vitni fyrir Hérðasdómi í dag. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs, eyddi mestum tíma í að spyrja Jón B hvers vegna ýmis gögn um viðskipti sakborninga hafi ekki verið skoðuð og þannig ekki fylgt eftir því sem sakborningar sögðu sjálfir við yfirheyrslur hjá lögreglu. Gestur spurði m.a. um hvers vegna ekki hefðu verið skoðuð viðskipti við danskan aðila, sem hefðu verið sambærileg og viðskiptin við Nordica fyrirtæki Jóns Geralds Sullenbergers. En spurning um sýkn eða sekt í þessu máli, snýst mikið um hvort um eðlileg lán hafi verið að ræða í viðskiptum, eða ólögleg lán. "Svör Jóns B Snorrasonar fyrir dómi í dag, sannfærðu mig um það að lögreglan rannsakaði málið ekki út frá lánshugtakinu eins og það á að skilja það samkvæmt lagagreininni sem hér skiptir máli," sagði Gestur eftir að réttarhaldinu lauk í dag. Gestur segir að kalla hefði átt fyrir ýmsa aðila sem sakborningar áttu í viðskiptum við fyrir hönd Baugs, sem lögreglan ræddi aldrei við. "Við getum tekið sem dæmi eign sem sparisjóður Reykjavíkur átti og var seld til Baugs. Í þessu er ákært fyrir lánveitingu sem á sér stað í þessu ferli. Málið er rannsakað án þess að það sé rætt við þessa aðila sem voru seljendur eignanna, þ.e.a.s. fulltrúa Sparisjóðsins. Miðað við þann lagaskilning sem ég tel að sé tvimælalaust réttur, er óhugsandi að ná niðurstöðu án þess að það sé rannsakað," segir Gestur. Jón B Snorrason segir að með þessu séu verjendur í raun komnir út í málflutninginn sjálfan, þar sem þeir reyni að sýna fram á að fleiri hliðar séu á þeim málum sem voru til rannsóknar. Jón segir að atriði sem sýnt hefðu getað fram á sýknu sakborninga hafi líka verið vegin og metin í rannsókninni. "Lög gera ráð fyrir og leggja þær skyldur á rannsóknaraðila að rannsaka jöfnum höndum það sem kann að leiða til þess að sýnt verði fram á sakleysi manna eins og sekt," segir Jón. Það sé markmiðið að komast að hinu rétta í hverju máli og þá verði að hafa auga á hvoru tveggja og það hafi verið gert í þessu máli eins og öllum öðrum málum.
Fréttir Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent