Birgjar svara fyrir sig 14. mars 2007 18:56 Hækkandi heimsmarkaðsverð, launaskrið, dýrara hráefni og gengishækkanir eru meðal þeirra skýringa sem birgjar gefa á hækkunum frá sér til veitinga- og kaffihúsa. Veitingamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að lækka ekki matarverð en þeir hafa aftur bent á birgjana. Hundruð ábendinga hafa borist Neytendastofu um að veitingastaðir og mötuneyti hafi ekki lækkað verð eftir skattalagabreytingarnar fyrsta mars. Sumir veitingamenn hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki lækka. Svigrúmið sé ekkert vegna hækkana hjá birgjum. Fréttastofa hafði samband við ýmsa birgja og veitingamenn í dag. Stærsti innflytjandi grænmetis og ávaxta til landsins, Bananar ehf., sem selur til fjölda veitingastaða, neitar því að verð hjá þeim hafi hækkað á árinu. Örvar Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Banana, segir álagningu fyrirtækisins ekki hafa hækkað. "En aftur á móti á sama tímabili í fyrra hefur tollgengi hækkað um 14% á evru. Þannig að við erum að gera betri innkaup, betri magninnkaup og erum að selja meira. En álagning Banana hefur ekki hækkað." Um tugur veitinga- og kaffihúsa kaupir kaffi frá Kaffitári. En af hverju hækkaði kaffi frá þeim um 4,8% í janúar? "Það var vegna almennra kauphækkana í landinu og svo út af hækkun á kaffiverði," segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Heimsmarkaðsverð á kaffi tók að stíga í október og náði hámarki um áramótin. Aðalheiður segir að megnið af því kaffi sem fyrirtækið kaupi sé einmitt keypt í desember. Kaffitár kaupir mikið frá Mið-Ameríku, segir Aðalheiður, og uppskerurnar þar eru að koma í hús í desember og um þá er Kaffitár að gera framvirka samninga beint við bændur til nokkurra ára. Aðalheiður segir einnig nokkuð launaskrið hafa orðið vegna þess að erfitt hafi verið að fá starfsfólk. Rétt er að taka fram að verð á kaffihúsum Kaffitárs lækkaði að meðaltali um fjórtán prósent þann fyrsta mars. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur verð á kjöti frá birgjum til veitingastaða hækkað um allt að 20 prósent frá miðju síðasta ári. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum sagði í samtali við fréttastofu í dag að nautakjöt frá sláturhúsum hefði hækkað um 7-8 prósent frá því í september. Ferskar kjötvörur hefði ekki skilað því út í verð til veitingastaða fyrr en fjórum mánuðum síðar og var þá hækkað um 5-6 prósent. Þá hafi svínakjöt hækkað í janúar vegna launahækkana og dýrari aðfanga. Leifur segir að síðastliðið hálft annað ár hafi verðstríð geisað milli sláturleyfishafa og kjötskorturinn hafi hækkað mjög verð, meðal annars á nautakjöti. Hækkanir sem kjötvinnslurnar hafi tekið á sig að hluta. . Fréttir Innlent Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fleiri fréttir Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Sjá meira
Hækkandi heimsmarkaðsverð, launaskrið, dýrara hráefni og gengishækkanir eru meðal þeirra skýringa sem birgjar gefa á hækkunum frá sér til veitinga- og kaffihúsa. Veitingamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að lækka ekki matarverð en þeir hafa aftur bent á birgjana. Hundruð ábendinga hafa borist Neytendastofu um að veitingastaðir og mötuneyti hafi ekki lækkað verð eftir skattalagabreytingarnar fyrsta mars. Sumir veitingamenn hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki lækka. Svigrúmið sé ekkert vegna hækkana hjá birgjum. Fréttastofa hafði samband við ýmsa birgja og veitingamenn í dag. Stærsti innflytjandi grænmetis og ávaxta til landsins, Bananar ehf., sem selur til fjölda veitingastaða, neitar því að verð hjá þeim hafi hækkað á árinu. Örvar Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Banana, segir álagningu fyrirtækisins ekki hafa hækkað. "En aftur á móti á sama tímabili í fyrra hefur tollgengi hækkað um 14% á evru. Þannig að við erum að gera betri innkaup, betri magninnkaup og erum að selja meira. En álagning Banana hefur ekki hækkað." Um tugur veitinga- og kaffihúsa kaupir kaffi frá Kaffitári. En af hverju hækkaði kaffi frá þeim um 4,8% í janúar? "Það var vegna almennra kauphækkana í landinu og svo út af hækkun á kaffiverði," segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Heimsmarkaðsverð á kaffi tók að stíga í október og náði hámarki um áramótin. Aðalheiður segir að megnið af því kaffi sem fyrirtækið kaupi sé einmitt keypt í desember. Kaffitár kaupir mikið frá Mið-Ameríku, segir Aðalheiður, og uppskerurnar þar eru að koma í hús í desember og um þá er Kaffitár að gera framvirka samninga beint við bændur til nokkurra ára. Aðalheiður segir einnig nokkuð launaskrið hafa orðið vegna þess að erfitt hafi verið að fá starfsfólk. Rétt er að taka fram að verð á kaffihúsum Kaffitárs lækkaði að meðaltali um fjórtán prósent þann fyrsta mars. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur verð á kjöti frá birgjum til veitingastaða hækkað um allt að 20 prósent frá miðju síðasta ári. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum sagði í samtali við fréttastofu í dag að nautakjöt frá sláturhúsum hefði hækkað um 7-8 prósent frá því í september. Ferskar kjötvörur hefði ekki skilað því út í verð til veitingastaða fyrr en fjórum mánuðum síðar og var þá hækkað um 5-6 prósent. Þá hafi svínakjöt hækkað í janúar vegna launahækkana og dýrari aðfanga. Leifur segir að síðastliðið hálft annað ár hafi verðstríð geisað milli sláturleyfishafa og kjötskorturinn hafi hækkað mjög verð, meðal annars á nautakjöti. Hækkanir sem kjötvinnslurnar hafi tekið á sig að hluta. .
Fréttir Innlent Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fleiri fréttir Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Sjá meira