Þýska úrvalsdeildin í samstarf við MLS 14. mars 2007 02:56 David Beckham einn tryggir það að MLS deildin verður nú meira í fréttum en áður hefur verið NordicPhotos/GettyImages Forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu undirrituðu í dag umfangsmikinn samstarfssamning við kollega sína í bandarísku MLS deildinni. Samningurinn nær yfir allt frá leikmannamálum til markaðsmála og voru talsmenn beggja aðila bjartsýnir á að samstarfið eigi eftir að skila góðum ávöxtum í framtíðinni. Það voru Don Garber, forseti MLS og Christian Seifert, formaður þýsku úrvalsdeildarinnar, sem undirrituðu samkomulagið og voru mjög ánægðir með áfangann. "Þetta samstarf táknar mikilvægt skref fyrir MLS og það er okkur mikill fengur að hefja samstarf við þýsku úrvalsdeildina sem er ein stærsta og best rekna deildarkeppni í heiminum," sagði Garber og kollegi hans í Þýskalandi sagði að þó ameríska deildin væri aðeins um tíu ára gömul - væri margt sem hægt væri að læra af mönnum vestanhafs. "Við hófum viðræður við MLS-menn vegna þeirrar aðdáunarverðu framþróunar sem hefur orðið þar í landi síðan deildin var stofnuð árið 1996. Okkur hlakkar til að læra af félögum okkar í Bandaríkjunum þar sem deildin er mjög nútímaleg og einstaklega vel skipulögð. Þá erum við líka stoltir af því að geta lagt okkar lóð á vogarskálarnar við að byggja upp knattspyrnuhefðina í Bandaríkjunum," sagði Seifert, en þetta nýjasta útspil markar enn eitt skrefið í alþjóðavæðingu knattspyrnunnar á síðustu mánuðum. Skemmst er að minnast samnings David Beckham við lið LA Galaxy sem leikur í MLS deildinni í Bandaríkjunum og þá hefur Arsenal hafði samastarf við lið Colorado Rapids þar í landi. Þá hafa viðskiptamenn frá Bandaríkjunum hafið innreið sína í ensku knattspyrnuna og eiga nú meirihluta í stórum félögum eins og Manchester United, Liverpool og Aston Villa svo einhver séu nefnd. Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu undirrituðu í dag umfangsmikinn samstarfssamning við kollega sína í bandarísku MLS deildinni. Samningurinn nær yfir allt frá leikmannamálum til markaðsmála og voru talsmenn beggja aðila bjartsýnir á að samstarfið eigi eftir að skila góðum ávöxtum í framtíðinni. Það voru Don Garber, forseti MLS og Christian Seifert, formaður þýsku úrvalsdeildarinnar, sem undirrituðu samkomulagið og voru mjög ánægðir með áfangann. "Þetta samstarf táknar mikilvægt skref fyrir MLS og það er okkur mikill fengur að hefja samstarf við þýsku úrvalsdeildina sem er ein stærsta og best rekna deildarkeppni í heiminum," sagði Garber og kollegi hans í Þýskalandi sagði að þó ameríska deildin væri aðeins um tíu ára gömul - væri margt sem hægt væri að læra af mönnum vestanhafs. "Við hófum viðræður við MLS-menn vegna þeirrar aðdáunarverðu framþróunar sem hefur orðið þar í landi síðan deildin var stofnuð árið 1996. Okkur hlakkar til að læra af félögum okkar í Bandaríkjunum þar sem deildin er mjög nútímaleg og einstaklega vel skipulögð. Þá erum við líka stoltir af því að geta lagt okkar lóð á vogarskálarnar við að byggja upp knattspyrnuhefðina í Bandaríkjunum," sagði Seifert, en þetta nýjasta útspil markar enn eitt skrefið í alþjóðavæðingu knattspyrnunnar á síðustu mánuðum. Skemmst er að minnast samnings David Beckham við lið LA Galaxy sem leikur í MLS deildinni í Bandaríkjunum og þá hefur Arsenal hafði samastarf við lið Colorado Rapids þar í landi. Þá hafa viðskiptamenn frá Bandaríkjunum hafið innreið sína í ensku knattspyrnuna og eiga nú meirihluta í stórum félögum eins og Manchester United, Liverpool og Aston Villa svo einhver séu nefnd.
Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira