Svifryk hættulegra en brennisteinsdíoxíð 13. mars 2007 18:30 Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri. Helstu mengunarefni sem berast frá álveri eru þrjú. Eitt þeirra - brennisteinsdíoxíð - sleppur út í andrúmsloftið óhreinsað frá álverinu í Straumsvík. Nú þegar berast um 2500 tonn af brennisteinsdíoxíði frá álverinu og verði af stækkun sleppa 3500 tonn hið minnsta út í andrúmsloftið. Pálmi Stefánsson, efnaverkfræðingur, sagði í Kompási á sunnudagskvöld að brennisteinsdíoxíð væri hættulegt eitur. "Ef við öndum því að okkur þá breytist það í brennisteinssýru og étur lungun okkar að innan." Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir afskaplega ólíklegt að brennisteinsdíoxíð frá álverinu geti étið lungu íbúa að innan - ekki nema menn stæðu með höfuðið í reyknum ofan í skorsteinum álversins. Enda sé styrkur efnisins í umhverfinu hér langt undir settum mörkum. Þór hefur ekki trú á því að börn sem sofa úti í vagni, kannski allt að fjóra tíma á dag, í Vallarhverfinu og öðrum hverfum nærri álverinu verði fyrir heilsutjóni af völdum brennisteinsdíoxíðs eða annarrar mengunar. Sú loftmengun sem samkvæmt Evrópusambandinu er talin langskaðlegust heilsu manna í dag, segir Þór, er fínt svifryk og næst á eftir var köfnunarefnisoxíð. "Hvoru tveggja þessara efna koma náttúrlega mest frá umferð á Íslandi." Brennisteinsdíoxíð getur fyrst og fremst skaðað gróður, segir Þór. Hann segir erfitt að skera úr um hvers konar mengun geti verið heilsupillandi og að menn hafi fyrst áttað sig á skaðsemi svifryks þegar dró úr loftmengun í Evrópu en heilsa manna batnaði ekki eins og sérfræðingar höfðu vænst. "En hins vegar þegar svifrykið minnkaði þá hafa menn séð framfarir. Þess vegna er niðurstaðan sú að það er fyrst og fremst svifrykið sem er heilsuskaðlegt. Það eru bara agnirnar sem slíkar." Um 200 tonn af ryki berast frá álverinu á ári, segir Þór, og eftir stækkun verður það lauslega áætlað um 400 tonn. "En rykið frá umferð á höfuðborgarsvæðinu er mælt í tugum þúsunda tonna." Þór segir að sennilega sé lítill munur á því hvort börn sofa úti nærri álverinu í Straumsvík eða helstu umferðaræðum Reykjavíkur. Hvorugt sé líklegt til að spilla heilsu barna. Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri. Helstu mengunarefni sem berast frá álveri eru þrjú. Eitt þeirra - brennisteinsdíoxíð - sleppur út í andrúmsloftið óhreinsað frá álverinu í Straumsvík. Nú þegar berast um 2500 tonn af brennisteinsdíoxíði frá álverinu og verði af stækkun sleppa 3500 tonn hið minnsta út í andrúmsloftið. Pálmi Stefánsson, efnaverkfræðingur, sagði í Kompási á sunnudagskvöld að brennisteinsdíoxíð væri hættulegt eitur. "Ef við öndum því að okkur þá breytist það í brennisteinssýru og étur lungun okkar að innan." Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir afskaplega ólíklegt að brennisteinsdíoxíð frá álverinu geti étið lungu íbúa að innan - ekki nema menn stæðu með höfuðið í reyknum ofan í skorsteinum álversins. Enda sé styrkur efnisins í umhverfinu hér langt undir settum mörkum. Þór hefur ekki trú á því að börn sem sofa úti í vagni, kannski allt að fjóra tíma á dag, í Vallarhverfinu og öðrum hverfum nærri álverinu verði fyrir heilsutjóni af völdum brennisteinsdíoxíðs eða annarrar mengunar. Sú loftmengun sem samkvæmt Evrópusambandinu er talin langskaðlegust heilsu manna í dag, segir Þór, er fínt svifryk og næst á eftir var köfnunarefnisoxíð. "Hvoru tveggja þessara efna koma náttúrlega mest frá umferð á Íslandi." Brennisteinsdíoxíð getur fyrst og fremst skaðað gróður, segir Þór. Hann segir erfitt að skera úr um hvers konar mengun geti verið heilsupillandi og að menn hafi fyrst áttað sig á skaðsemi svifryks þegar dró úr loftmengun í Evrópu en heilsa manna batnaði ekki eins og sérfræðingar höfðu vænst. "En hins vegar þegar svifrykið minnkaði þá hafa menn séð framfarir. Þess vegna er niðurstaðan sú að það er fyrst og fremst svifrykið sem er heilsuskaðlegt. Það eru bara agnirnar sem slíkar." Um 200 tonn af ryki berast frá álverinu á ári, segir Þór, og eftir stækkun verður það lauslega áætlað um 400 tonn. "En rykið frá umferð á höfuðborgarsvæðinu er mælt í tugum þúsunda tonna." Þór segir að sennilega sé lítill munur á því hvort börn sofa úti nærri álverinu í Straumsvík eða helstu umferðaræðum Reykjavíkur. Hvorugt sé líklegt til að spilla heilsu barna.
Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira