Vitnaleiðslur í Baugsmálinu riðlast 13. mars 2007 16:54 Jón H. B. Snorrason kom í héraðsdóm í dag til að bera vitni í málinu en varð frá að hverfa vegna þess að vitnaleiðslur höfðu riðlast töluvert. MYND/Stöð 2 Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti að yfirheyra 11 vitni í dag en ákveðið hafði verið fyrir daginn í dag að þrjú þeirra kæmu fyrir dóminn síðar. Fyrstur í vitnastúku í morgun var Arnar Jensson sem gengdi starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá efnahagsbrotadeild þar til á síðasta ári. Hafði verið gert ráð fyrir rúmum hálftíma í yfirheyrslur yfir honum. Þær stóðu hins vegar fram til klukkan tvö í dag og spurðu verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hann ítarlega út í rannsókn málsins, meðal annars hvers vegna tiltekin vitni tengd ákæruliðum í málinu hefðu ekki verið kölluð til yfirheyrslu og hvers vegna tilteknir tölvupóstar hefðu ekki verið rannsakaðir frekar en þeir áttu að mati verjenda að varpa frekari ljósi á nokkur þau atriði sem ákært er fyrir. Eftir að yfirheyrslum yfir Arnari lauk var komið að Sveini Ingiberg Magnússyni, lögreglufulltrúa hjá Ríkislögreglustjóra, sem kom einnig mikið að rannsókn málsins. Hann var eins og Arnar spurður ítarlega út í aðkomu sína að málinu og er vitnaleiðslum yfir honum ekki lokið þar sem Jakob Möller, verandi Tryggva Jónssonar, á eftir að spyrja hann og sömuleiðis Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger. Ekki liggur fyrir hvenær Sveinn kemur aftur fyrir dóminn. Upphaflega var Sveini ætlaður innan við klukkutími fyrir dómnum en ljóst er að það stóðst ekki. Þessar löngu yfirheyrslur í dag þýddu að önnur vitni sem áttu að koma fyrir dóminn urðu frá að hverfa, þar á meðal Jónína Benediktsdóttir og Jón H. B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sem sótti fyrra Baugsmálið fyrir héraðsdómi. Jónína kemur fyrir dóminn á föstudag en ekki hefur verið ákveðið hvenær Jón kemur þangað. Tveir af mönnunum sem áttu að bera vitni í dag koma fyrir dóminn á morgun en saksóknari og verjendur sögðu ljóst að stokka þyrfti áætlun um vitnayfirheyrslur upp vegna þessa því áætlað er að ljúka aðalmeðferð á mánudag, en enn eru í kringum 40 vitni á vitnalistanum. Baugsmálið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti að yfirheyra 11 vitni í dag en ákveðið hafði verið fyrir daginn í dag að þrjú þeirra kæmu fyrir dóminn síðar. Fyrstur í vitnastúku í morgun var Arnar Jensson sem gengdi starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá efnahagsbrotadeild þar til á síðasta ári. Hafði verið gert ráð fyrir rúmum hálftíma í yfirheyrslur yfir honum. Þær stóðu hins vegar fram til klukkan tvö í dag og spurðu verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hann ítarlega út í rannsókn málsins, meðal annars hvers vegna tiltekin vitni tengd ákæruliðum í málinu hefðu ekki verið kölluð til yfirheyrslu og hvers vegna tilteknir tölvupóstar hefðu ekki verið rannsakaðir frekar en þeir áttu að mati verjenda að varpa frekari ljósi á nokkur þau atriði sem ákært er fyrir. Eftir að yfirheyrslum yfir Arnari lauk var komið að Sveini Ingiberg Magnússyni, lögreglufulltrúa hjá Ríkislögreglustjóra, sem kom einnig mikið að rannsókn málsins. Hann var eins og Arnar spurður ítarlega út í aðkomu sína að málinu og er vitnaleiðslum yfir honum ekki lokið þar sem Jakob Möller, verandi Tryggva Jónssonar, á eftir að spyrja hann og sömuleiðis Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger. Ekki liggur fyrir hvenær Sveinn kemur aftur fyrir dóminn. Upphaflega var Sveini ætlaður innan við klukkutími fyrir dómnum en ljóst er að það stóðst ekki. Þessar löngu yfirheyrslur í dag þýddu að önnur vitni sem áttu að koma fyrir dóminn urðu frá að hverfa, þar á meðal Jónína Benediktsdóttir og Jón H. B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sem sótti fyrra Baugsmálið fyrir héraðsdómi. Jónína kemur fyrir dóminn á föstudag en ekki hefur verið ákveðið hvenær Jón kemur þangað. Tveir af mönnunum sem áttu að bera vitni í dag koma fyrir dóminn á morgun en saksóknari og verjendur sögðu ljóst að stokka þyrfti áætlun um vitnayfirheyrslur upp vegna þessa því áætlað er að ljúka aðalmeðferð á mánudag, en enn eru í kringum 40 vitni á vitnalistanum.
Baugsmálið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira