Gæti breytt lífi milljóna manna 10. mars 2007 19:45 Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum. Í fátækari hlutum jarðar fer þeim stöðugt fjölgandi sem misst hafa útlim. Fæðingargallar og sjúkdómar á borð við sykursýki valda þessari fötlun svo og slys og stríðátök. Þannig er talið að á tuttugu mínútna fresti springi jarðsprengja undir fótum saklauss fólks. Vandaðir gervilimir eru ennþá dýrir og því eiga fæstir annarra kosta völ en að notast við heimasmíðaða staurfætur sem oft eru lélegir að gæðum. Össur Kristinsson hefur um árabil verið frumkvöðull í stoðtækjagerð en fyrir tveimur árum kviknaði hugmynd hjá honum og félögum hans að nýrri tækni til að smíða gervilimi á mun einfaldari hátt en áður hefur þekkst. Þeir fóru til Mósambík og settu fætur undir tuttugu manns á tveimur dögum og í kjölfarið stofnuðu þeir svo fyrirtækið Icexpress. Össur segir þessa nýju tækni afar einfalda og auðvelt sé að þjálfa fólk í að búa til nýja gervilimi með henni. Í stuttu máli gengur tæknin út á að stúfurinn er fóðraður með silikonhulsu sem fellur nákvæmlega að honum. Gervilimurinn er svo festur á. Allt þetta tekur um klukkustund og eftir tvær til fjórar vikur getur sá sem fengið hefur liminn gengið því sem næst eðlilega og jafnvel tekið nokkur dansspor. Þetta má gera nánast hvar sem er og með lágmarksútbúnaði. Nú vantar aðeins fjármagnið til að hefjast handa fyrir alvöru enda er mikið verk framundan. Fréttir Innlent Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum. Í fátækari hlutum jarðar fer þeim stöðugt fjölgandi sem misst hafa útlim. Fæðingargallar og sjúkdómar á borð við sykursýki valda þessari fötlun svo og slys og stríðátök. Þannig er talið að á tuttugu mínútna fresti springi jarðsprengja undir fótum saklauss fólks. Vandaðir gervilimir eru ennþá dýrir og því eiga fæstir annarra kosta völ en að notast við heimasmíðaða staurfætur sem oft eru lélegir að gæðum. Össur Kristinsson hefur um árabil verið frumkvöðull í stoðtækjagerð en fyrir tveimur árum kviknaði hugmynd hjá honum og félögum hans að nýrri tækni til að smíða gervilimi á mun einfaldari hátt en áður hefur þekkst. Þeir fóru til Mósambík og settu fætur undir tuttugu manns á tveimur dögum og í kjölfarið stofnuðu þeir svo fyrirtækið Icexpress. Össur segir þessa nýju tækni afar einfalda og auðvelt sé að þjálfa fólk í að búa til nýja gervilimi með henni. Í stuttu máli gengur tæknin út á að stúfurinn er fóðraður með silikonhulsu sem fellur nákvæmlega að honum. Gervilimurinn er svo festur á. Allt þetta tekur um klukkustund og eftir tvær til fjórar vikur getur sá sem fengið hefur liminn gengið því sem næst eðlilega og jafnvel tekið nokkur dansspor. Þetta má gera nánast hvar sem er og með lágmarksútbúnaði. Nú vantar aðeins fjármagnið til að hefjast handa fyrir alvöru enda er mikið verk framundan.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira