Umboðsmaður barna aðhefst ekki vegna forsíðu 9. mars 2007 18:24 Umboðsmaður barna telur ekki ástæðu til að bregðast við ábendingum doktors í fjölmiðlafræði um að forsíða auglýsingabæklings Smáralindar feli í sér klámfengnar vísanir. Fjórtán ára fyrirsæta er á forsíðunni. Forsíða á auglýsingabæklingi Smáralindar hefur valdið nokkru fjaðrafoki í kjölfar bloggfærslu frá Dr. Guðbjörgu Hildi Kolbeins, kennara í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Taldi hún að fyrirsætan á forsíðumyndinni, sem er fjórtán ára, væri í "velþekktri stellingu úr klámmyndum" - eins og sagði á blogginu. Ennfremur sagði að forsíðumyndin blandaði saman sakleysi bernskunnar og tákni úr klámi með þeirri útkomunni að hin saklausa hóra, hin hreina mey yrði í einni svipan að klámdrottningu. - Fleiri hugleiðingar fylgdu færslunni sem eru of klámfengnar til að hafa eftir. Bloggfærslunni hefur nú verið eytt. Guðbjörg Kolbeins sendi erindi vegna forsíðunnar til umboðsmans barna. Aðspurð sagði Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna að erindinu hefði verið svarað með því að embættið teldi ekki ástæðu til að aðhafast í þessu máli. Var þó Guðbjörgu Hildi bent á Jafnréttisstofu, kæmi til álita auglýsingakafli jafnréttislaga sem kveður á um að þess sé gætt að auglýsignar séu ekki öðru kyninu til minnkunnar. Jafnréttisstofa hafði ekkert erindi fengið þegar haft var samband við hana í dag. Guðbjörg Kolbeins vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar Stöð tvö náði sambandi við hana í dag. Nokkur umræða hefur orðið um þessa forsíðumynd útfrá femínískum sjónarhornum. Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins gerir þetta mál að umtalsefni á bloggsíðu sinni og segir meðal annars um forsíðumyndina: "Mér finnst nóg að það sé þó nokkur hópur fólks sem sér táknmyndir úr kláminu í myndinni - það ætti að vera næg ástæða fyrir okkur til að setja spurningamerki við svona framsetningu og sleppa því að setja börn í svona aðstæður. " tilvitnun lýkur Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Umboðsmaður barna telur ekki ástæðu til að bregðast við ábendingum doktors í fjölmiðlafræði um að forsíða auglýsingabæklings Smáralindar feli í sér klámfengnar vísanir. Fjórtán ára fyrirsæta er á forsíðunni. Forsíða á auglýsingabæklingi Smáralindar hefur valdið nokkru fjaðrafoki í kjölfar bloggfærslu frá Dr. Guðbjörgu Hildi Kolbeins, kennara í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Taldi hún að fyrirsætan á forsíðumyndinni, sem er fjórtán ára, væri í "velþekktri stellingu úr klámmyndum" - eins og sagði á blogginu. Ennfremur sagði að forsíðumyndin blandaði saman sakleysi bernskunnar og tákni úr klámi með þeirri útkomunni að hin saklausa hóra, hin hreina mey yrði í einni svipan að klámdrottningu. - Fleiri hugleiðingar fylgdu færslunni sem eru of klámfengnar til að hafa eftir. Bloggfærslunni hefur nú verið eytt. Guðbjörg Kolbeins sendi erindi vegna forsíðunnar til umboðsmans barna. Aðspurð sagði Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna að erindinu hefði verið svarað með því að embættið teldi ekki ástæðu til að aðhafast í þessu máli. Var þó Guðbjörgu Hildi bent á Jafnréttisstofu, kæmi til álita auglýsingakafli jafnréttislaga sem kveður á um að þess sé gætt að auglýsignar séu ekki öðru kyninu til minnkunnar. Jafnréttisstofa hafði ekkert erindi fengið þegar haft var samband við hana í dag. Guðbjörg Kolbeins vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar Stöð tvö náði sambandi við hana í dag. Nokkur umræða hefur orðið um þessa forsíðumynd útfrá femínískum sjónarhornum. Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins gerir þetta mál að umtalsefni á bloggsíðu sinni og segir meðal annars um forsíðumyndina: "Mér finnst nóg að það sé þó nokkur hópur fólks sem sér táknmyndir úr kláminu í myndinni - það ætti að vera næg ástæða fyrir okkur til að setja spurningamerki við svona framsetningu og sleppa því að setja börn í svona aðstæður. " tilvitnun lýkur
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira