Viðskipti innlent

Industria eitt framsæknasta fyrirtæki Evrópu

Fyrirtækið Industria er meðal 50 framsæknustu fyrirtækja Evrópu að mati CNBC European Buissnes viðskiptatímaritsins. Í umsögn dómnefndar er Indrustia sagt „geta reynst eitt mikilvægasta fyrirtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu".

Meðal annara fyrirtækja sem hlutu útnefningu eru Adidas, Sky, BMW, Rolls Royce, Vodafone og Virgin Atlantic. Industria rekur starfsemi sína í Bretlandi, Íslandi, Írlandi, Búlgaríu og Kína. Fyrirtækið er íslenskt og sérhæfir sig í hugbúnaði til tengingar breiðbandsneta og þrálausra neta og lausna fyrir stafrænt sjónvarp.

Í fréttatilkynningu er haft eftir Guðjóni Má Guðjónssyni framkvæmdastjóra að viðurkenningin hafi komið þægilega á óvart og að framsækni og nýsköpun Industria hafi ekki einungis birst í vöruþróun heldur einnig í innri ferlum og öðrum þáttum sem geri fyrritækinu kleift að svar kröfum markaðarins hraðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×