Viðskipti innlent

Glitnir uppfærir verðmat á Kaupþingi

Glitnir hefur gefið út nýtt og uppfært verðmat á Kaupþingi. Fyrra verðmat Glitnis hljóðaði upp á 968 krónur á hlut en nýja matið hljóðar hins vegar upp á 1.171 krónu á hlut. Í mati Glitnis segir að uppgjör Kaupþings á fjórða ársfjórðungi í fyrra hafi verið verulega yfir væntingum.

Þá segir Glitnir að tólf mánaða markgengi Kaupþings sé 1.200 krónur á hlut.

Glitnir segir ennfremur að öll afkomusvið bankans skili góðri afkomu og sé reksturinn arðbær. Markmið stjórnenda sé að skila 15 prósenta arðsemi eigin fjár. Glitnir segir hins vegar að undirliggjandi rekstur muni skila 18 til 23 prósenta arðsemi til lengri tíma litið. Meðaltalsarðsemi síðastliðin fimm ár er 28 prósent, þar af 33 prósent síðastliðin þrjú ár.

Gengi Kaupþings hefur hækkað um tæp tvö prósent í Kauphöll Íslands í morgun og stóð í 1.015 krónum á hlut skömmu fyrir hádegi í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×