Heimili og skóli leggjast gegn sálgæslu innan skóla 6. mars 2007 20:15 Samtökin Heimili og skóli leggjast gegn því að sálgæsla Þjóðkirkjupresta og djákna, - svokölluð "vinaleið", verði boðin innan veggja skóla og á skólatíma og vísa til jafnræðissjónarmiða og grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið er á öndverðri skoðun og telur að verkefnið stangist hvorki á við grunnskólalög né stjórnarskrá. Vinaleiðin er sálgæsla sem boðin er í skólum í Mosfellsbæ, á Álftanesi og í Garðabæ. Samtökin Siðmennt hafa gagnrýnt þessa þjónustu og telja hana fela í sér trúboð. Í Kompásþætti átjánda febrúar kom fram sú gagnrýni að þetta starf gæti verið á kostnað ráðgjafarþjónustu sérmenntaðra aðila, auk þess gæti þetta sett börn sem ekki væru í Þjóðkirkjunni í vandræðalega stöðu. Heimili og skóli hafa nú sent frá sér tilkynningu þar sem fjallað er um vinaleiðina. Telja samtökin EKKI að um trúboð sé að ræða. Einnig að þetta sé stuðningur en ekki meðferðarúrræði. Segir svo að ætla megi að í einhverjum tilfellum hafi Vinaleið komið í staðinn fyrir aðra sérfræðiþjónustu og ekki sé ljóst ljóst hvort þeir sem sinna henni hafi til þess tilskilda menntun. Niðurstaða heimilis og skóla er sú að EKKI eigi að bjóða þetta starf í húsakynnum skólans og EKKI á skólatíma. "Með tilliti til jafnræðissjónarmiða og með vísan í 2. grein grunnskólalaga, telur stjórn Heimilis og skóla eðlilegra að til framtíðar standi sálgæsluþjónusta Þjóðkirkjunnar börnum og forsvarsmönnum þeirra til boða utan húsakynna skóla, eftir að skóladegi lýkur." Þetta mál var til umræðu á bæjarráðsfundi í Garðabæ í morgun og var ákveðið að vísa ályktun Heimilis og skóla til skólanefndar sem næst hittist á fimmtudag. Til þessa hefur verið mjög jákvæð afstaða til vinaleiðarinnar innan skólanefndar. Menntamálaráðuneytinu hefur einnig borist umkvartanir um þessa þjónustu og hefur ráðherra verið spurð um hana á þingi. Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Samtökin Heimili og skóli leggjast gegn því að sálgæsla Þjóðkirkjupresta og djákna, - svokölluð "vinaleið", verði boðin innan veggja skóla og á skólatíma og vísa til jafnræðissjónarmiða og grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið er á öndverðri skoðun og telur að verkefnið stangist hvorki á við grunnskólalög né stjórnarskrá. Vinaleiðin er sálgæsla sem boðin er í skólum í Mosfellsbæ, á Álftanesi og í Garðabæ. Samtökin Siðmennt hafa gagnrýnt þessa þjónustu og telja hana fela í sér trúboð. Í Kompásþætti átjánda febrúar kom fram sú gagnrýni að þetta starf gæti verið á kostnað ráðgjafarþjónustu sérmenntaðra aðila, auk þess gæti þetta sett börn sem ekki væru í Þjóðkirkjunni í vandræðalega stöðu. Heimili og skóli hafa nú sent frá sér tilkynningu þar sem fjallað er um vinaleiðina. Telja samtökin EKKI að um trúboð sé að ræða. Einnig að þetta sé stuðningur en ekki meðferðarúrræði. Segir svo að ætla megi að í einhverjum tilfellum hafi Vinaleið komið í staðinn fyrir aðra sérfræðiþjónustu og ekki sé ljóst ljóst hvort þeir sem sinna henni hafi til þess tilskilda menntun. Niðurstaða heimilis og skóla er sú að EKKI eigi að bjóða þetta starf í húsakynnum skólans og EKKI á skólatíma. "Með tilliti til jafnræðissjónarmiða og með vísan í 2. grein grunnskólalaga, telur stjórn Heimilis og skóla eðlilegra að til framtíðar standi sálgæsluþjónusta Þjóðkirkjunnar börnum og forsvarsmönnum þeirra til boða utan húsakynna skóla, eftir að skóladegi lýkur." Þetta mál var til umræðu á bæjarráðsfundi í Garðabæ í morgun og var ákveðið að vísa ályktun Heimilis og skóla til skólanefndar sem næst hittist á fimmtudag. Til þessa hefur verið mjög jákvæð afstaða til vinaleiðarinnar innan skólanefndar. Menntamálaráðuneytinu hefur einnig borist umkvartanir um þessa þjónustu og hefur ráðherra verið spurð um hana á þingi.
Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira