Siv á að segja af sér 4. mars 2007 18:32 Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. Ummæli Sivjar frá því á föstudaginn hafa vakið mikinn úlfaþyt en þá sagði hún meðal annars: "Ég tel að ef að við náum ekki að klára það að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega. Þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minnihlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum." Það er mikill misskilningur að þetta séu fjandsamlegar hótanir, sagði formaður Framsóknarflokksins í fréttum okkar í gær. Sjálfstæðismenn eru ekki allir sammála því. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var ómyrkur í Silfri Egils í dag, sagði að í orðum Sivjar væri alvarleg hótun og að túlkun Jóns Sigurðssonar á ummælunum væri afbökun: "Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt. Ég get ekki séð að ráðherra sem talar svona til samstarfsflokksins eigi að sitja í ríkisstjórn." Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um þessa yfirlýsingu í dag. Flokkssystir hennar Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, er ekki á því að Siv eigi að segja af sér. "Nei, og Sigurður Kári verður sjálfur að svara fyrir þessi orð sín, þessi stóru orð, sem hann upphefur þarna, sem mér finnst algerlega að tilefnislausu." Jónína segir þunga og alvöru á bak við þetta mál hjá framsóknarmönnum. "En ég hef trú á því að formenn flokkanna leysi þetta mál sín á milli." Ekki er á Sigurði Kára að heyra að hann sé jafn bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir nái saman um auðlindaákvæðið. "Ætla menn að fara að breyta stjórnarskránni, hugsanlega umbylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og atvinnugreininni þegar það eru tíu dagar eftir af þinginu - ég get ekki ímyndað mér það." Aðspurð hvort Framsóknarmenn þurfi þá ekki að standa við stóru orðin, segir Jónína að menn hljóti nú að hafa haft sama skilning á ákvæðum stjórnarsáttmálans.Sigurður Líndal sagði í samtali við fréttastofu í dag að auðlindaákvæði eins og það er sett fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar merkingarlaust lýðskrum. Þjóðin geti ekki verið eigandi, ekki frekar en foreldrar eigi börn sín í eignarréttarlegum skilningi og geti þjóðnýtt þau eða ráðstafað að vild. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. Ummæli Sivjar frá því á föstudaginn hafa vakið mikinn úlfaþyt en þá sagði hún meðal annars: "Ég tel að ef að við náum ekki að klára það að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega. Þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minnihlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum." Það er mikill misskilningur að þetta séu fjandsamlegar hótanir, sagði formaður Framsóknarflokksins í fréttum okkar í gær. Sjálfstæðismenn eru ekki allir sammála því. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var ómyrkur í Silfri Egils í dag, sagði að í orðum Sivjar væri alvarleg hótun og að túlkun Jóns Sigurðssonar á ummælunum væri afbökun: "Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt. Ég get ekki séð að ráðherra sem talar svona til samstarfsflokksins eigi að sitja í ríkisstjórn." Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um þessa yfirlýsingu í dag. Flokkssystir hennar Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, er ekki á því að Siv eigi að segja af sér. "Nei, og Sigurður Kári verður sjálfur að svara fyrir þessi orð sín, þessi stóru orð, sem hann upphefur þarna, sem mér finnst algerlega að tilefnislausu." Jónína segir þunga og alvöru á bak við þetta mál hjá framsóknarmönnum. "En ég hef trú á því að formenn flokkanna leysi þetta mál sín á milli." Ekki er á Sigurði Kára að heyra að hann sé jafn bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir nái saman um auðlindaákvæðið. "Ætla menn að fara að breyta stjórnarskránni, hugsanlega umbylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og atvinnugreininni þegar það eru tíu dagar eftir af þinginu - ég get ekki ímyndað mér það." Aðspurð hvort Framsóknarmenn þurfi þá ekki að standa við stóru orðin, segir Jónína að menn hljóti nú að hafa haft sama skilning á ákvæðum stjórnarsáttmálans.Sigurður Líndal sagði í samtali við fréttastofu í dag að auðlindaákvæði eins og það er sett fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar merkingarlaust lýðskrum. Þjóðin geti ekki verið eigandi, ekki frekar en foreldrar eigi börn sín í eignarréttarlegum skilningi og geti þjóðnýtt þau eða ráðstafað að vild.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira