Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra 3. mars 2007 18:26 Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra um stjórnarslit, samþykki þeir ekki að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá. Það er sorglegt þegar gott fólk fer á límingunum út af engu, segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður flokksins. Siv hótaði þessu síðdegis í gær í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins. Í formannsræðunni vék Jón Sigurðsson einnig að þessu og sagði framsóknarmenn leggja ákaflega þunga áherslu á að staðið yrði við þetta ákvæði. Þeir Sjálfstæðismenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag höfðu ekki þungar áhyggjur af hótunum heilbrigðisráðherra. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að það væri alltaf sorglegt þegar gott fólk færi á límingunum út af engu. Hann tæki ekki mark á þessum orðum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vitnar í pistli á heimasíðu sinni til orða Jóns Kristjánssonar formanns stjórnarskrárnefndar um að innan nefndarinnar hefði ekki verið neinn áhugi á að breyta stjórnarskránni á þann veg að setja þar ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Honum þætti það hins vegar brýnt. Þetta er einkennileg staða skrifar Björn, og spyr hvers vegna menn krefjast á elleftu stundu tafarlausrar breytingar á stjórnarskránni, þegar ekki var einu sinni haft fyrir að ræða málið í sjálfri stjórnarskrárnefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir álitamál alltaf koma upp í góðu stjórnarsamstarfi og ef þau koma upp, "þá eru þau afgreidd með öðrum hætti en stórum yfirlýsingum í fjölmiðlum." Guðlaugur á ekki von á samstarfið spryngi út af auðlindaákvæðinu. "Ef að menn vilja breyta stjórnarskránni þá þurfa menn að vanda verkið og það er vilji sjálfstæðismanna." Aðspurður hvort hann myndi styðja að ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum færi í stjórnarskrá, segir Guðlaugur aðalatriðið að ákvæðið sé þannig orðað að ekki kæmi til kasta dómstóla að túlka það. Fréttir Innlent Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra um stjórnarslit, samþykki þeir ekki að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá. Það er sorglegt þegar gott fólk fer á límingunum út af engu, segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður flokksins. Siv hótaði þessu síðdegis í gær í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins. Í formannsræðunni vék Jón Sigurðsson einnig að þessu og sagði framsóknarmenn leggja ákaflega þunga áherslu á að staðið yrði við þetta ákvæði. Þeir Sjálfstæðismenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag höfðu ekki þungar áhyggjur af hótunum heilbrigðisráðherra. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að það væri alltaf sorglegt þegar gott fólk færi á límingunum út af engu. Hann tæki ekki mark á þessum orðum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vitnar í pistli á heimasíðu sinni til orða Jóns Kristjánssonar formanns stjórnarskrárnefndar um að innan nefndarinnar hefði ekki verið neinn áhugi á að breyta stjórnarskránni á þann veg að setja þar ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Honum þætti það hins vegar brýnt. Þetta er einkennileg staða skrifar Björn, og spyr hvers vegna menn krefjast á elleftu stundu tafarlausrar breytingar á stjórnarskránni, þegar ekki var einu sinni haft fyrir að ræða málið í sjálfri stjórnarskrárnefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir álitamál alltaf koma upp í góðu stjórnarsamstarfi og ef þau koma upp, "þá eru þau afgreidd með öðrum hætti en stórum yfirlýsingum í fjölmiðlum." Guðlaugur á ekki von á samstarfið spryngi út af auðlindaákvæðinu. "Ef að menn vilja breyta stjórnarskránni þá þurfa menn að vanda verkið og það er vilji sjálfstæðismanna." Aðspurður hvort hann myndi styðja að ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum færi í stjórnarskrá, segir Guðlaugur aðalatriðið að ákvæðið sé þannig orðað að ekki kæmi til kasta dómstóla að túlka það.
Fréttir Innlent Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira