Viðskipti innlent

Straumur-Burðarás tekur 35,3 milljarða sambankalán

Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. hefur skrifað undir 400 milljóna evra sambankaláni. Þetta svarar til 35,3 milljarða íslenskra króna. Lánið er í tveimur hlutum með breytilegum vöxtum og til þriggja ára.

Eins árs hluti útgáfunnar, 77 milljónir evra, jafnvirði 6,8 milljarðar króna, var verðlagður á 35 punktum yfir EURIBOR vöxtum og þriggja ára hlutinn, að fjárhæð 323 milljónir evra, jafnvirði 28,5 milljarðar króna, var verðlagður á 67,5 punktum yfir EURIBOR vöxtum.

Í tilkynningu frá bankanum segir að veruleg umframeftirspurn hafi verið fyrir þátttöku í láninu og hafi það því verið hækkað úr 175 milljónum evra, 15,5 milljarða krónur, í 400 milljónir evra.

BayernLB, Commerzbank, Fortis bank og RZB leiddu lánið en alls tóku 29 bankar frá 13 löndum þátt í sambankaláninu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×