Viðskipti innlent

Minna tap hjá Icelandic Group

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group.
Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group.

Icelandic Group tapaði 1.078 milljónum króna, 11,4 milljónum evra, á síðasta ári. Árið á undan tapaði félagið hins vegar rétt rúmlega 1,3 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group, segir mikið hafa verið gert til að bæta reksturinn en margt hafi verið dýrara og tekið lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Rekstrarhagnaður á árinu nam 3,5 milljörðum íslenskra króna, jafnvirði 36,9 milljónum evra. Rekstrarhagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi nam hins vegar 187 milljónir króna, 2,0 milljónir evra.

Í ársuppgjöri Icelandic Group kemur meðal annars fram að gjaldfærður umbreytingakostnaður á síðasta árið hafi numi 1,88 milljörðum króna, jafnvirði 20 milljörðum evra. Kostnaður vegna lokunar verksmiðju í Bandaríkjaríkjunum nam rétt tæpum 1,2 milljörðum króna en auk þess var talsverður kostnaður við sameiningur Icelandic Germany og Pickenpack H&H.

Þá segir ennfremur að fjórði ársfjórðungur væri mikilvægur fyrir afkomu félagsins. Reiknað var með að salan yrði 400 milljónir evra og að EBITDA hlutfall yrði 4,5 prósent. Salan var hins vegar 40 milljónm evra undir áætlunum á fjórðungnum, að því er segir í ársuppgjöri Icelandic Group.

<a href="http://news.icex.is/newsservice/MMIcexNSWeb.dll/newsattachment?attachmentnumber=17417">Ársuppgjör Icelandic Group</a> 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×