MS-félagið fékk 20 milljóna styrk 1. mars 2007 20:15 Frá skóflustungunni í dag. MYND/MS-félagið MS-félagið tók í dag við 20 milljóna króna styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, en styrkinn á að nýta í viðbyggingu við MS-heimilið að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. MS-heimilið gegnir mikilvægu hlutverki sem miðstöð fyrir fólk með MS-sjúkdóminn og þangað sækja yfir 70 einstaklingar þjónustu í viku hverri. Með viðbyggingunni getur félagið enn betur sinnt því hlutverki að veita MS-fólki nauðsynlega þjónustu, s.s. sjúkra- og iðjuþjálfun, hjúkrun, læknisþjónustu, félagsráðgjöf og almenna aðhlynningu. Þá opnast einnig möguleikar á að veita aukna þjónustu, t.d. á sviði jógaiðkunar, heilsuræktar og almennrar félagsstarfsemi, en slík þjónusta er ekki síður nauðsynleg til að stuðla að bættum lífsgæðum þeirra sem lifa með MS-sjúkdómnum. Sigurbjörg Ármannsdóttir, formaður MS-félagsins, og Þóra Hallgrímsson, móðir Margrétar Björgólfsdóttur, rituðu undir samning um styrkveitinguna á blaðamannafundi í dag. Þessi höfðinglegi styrkur sjóðsins gerir MS-félaginu kleift að hefja framkvæmdir við viðbygginguna mun fyrr en ella. Að lokinni undirritun tók Þóra Hallgrímsson fyrstu skóflustungu að viðbyggingunni, sem verður um 179 fermetrar. Við hönnun hússins árið 1991 var gert ráð fyrir að það yrði byggt í þremur áföngum og viðbyggingin sem í dag var hafist handa við að reisa er þriðji og síðasti áfanginn. Áætlað er að heildarkostnaður við hana nemi 45 milljónum króna. Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur var stofnaður fyrir um tveimur árum af hjónunum Þóru Hallgrímsson og Bjórgólfi Guðmundssyni í minningu dóttur þeirra sem lést af slysförum fyrir rúmum 17 árum. Sjóðurinn hefur úthlutað fjórum sinnum samtals 710 styrkjum að fjárhæð 260 milljónir króna. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
MS-félagið tók í dag við 20 milljóna króna styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, en styrkinn á að nýta í viðbyggingu við MS-heimilið að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. MS-heimilið gegnir mikilvægu hlutverki sem miðstöð fyrir fólk með MS-sjúkdóminn og þangað sækja yfir 70 einstaklingar þjónustu í viku hverri. Með viðbyggingunni getur félagið enn betur sinnt því hlutverki að veita MS-fólki nauðsynlega þjónustu, s.s. sjúkra- og iðjuþjálfun, hjúkrun, læknisþjónustu, félagsráðgjöf og almenna aðhlynningu. Þá opnast einnig möguleikar á að veita aukna þjónustu, t.d. á sviði jógaiðkunar, heilsuræktar og almennrar félagsstarfsemi, en slík þjónusta er ekki síður nauðsynleg til að stuðla að bættum lífsgæðum þeirra sem lifa með MS-sjúkdómnum. Sigurbjörg Ármannsdóttir, formaður MS-félagsins, og Þóra Hallgrímsson, móðir Margrétar Björgólfsdóttur, rituðu undir samning um styrkveitinguna á blaðamannafundi í dag. Þessi höfðinglegi styrkur sjóðsins gerir MS-félaginu kleift að hefja framkvæmdir við viðbygginguna mun fyrr en ella. Að lokinni undirritun tók Þóra Hallgrímsson fyrstu skóflustungu að viðbyggingunni, sem verður um 179 fermetrar. Við hönnun hússins árið 1991 var gert ráð fyrir að það yrði byggt í þremur áföngum og viðbyggingin sem í dag var hafist handa við að reisa er þriðji og síðasti áfanginn. Áætlað er að heildarkostnaður við hana nemi 45 milljónum króna. Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur var stofnaður fyrir um tveimur árum af hjónunum Þóru Hallgrímsson og Bjórgólfi Guðmundssyni í minningu dóttur þeirra sem lést af slysförum fyrir rúmum 17 árum. Sjóðurinn hefur úthlutað fjórum sinnum samtals 710 styrkjum að fjárhæð 260 milljónir króna.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira