Þekktu sjálfan þig: Innsýn í jógafræðin 28. febrúar 2007 11:21 Guðjón Bergmann kemur með nýja bók núna í byrjun mars. Í byrjun mars kemur út ný bók eftir Guðjón Bergmann rithöfund, fyrirlesara og jógakennara. Bókin ber titilinn Þekktu sjálfan þig: Innsýn í jógafræðin. Í bókinni leitast höfundur við að veita lesendum innsýn í heim jógaheimspekinnar og kynna hugmyndafræðina sem býr að baki. Öll framsetning er á almennu máli og gagnast því jafnt byrjendum og lengra komnum. Meðal efnis: - Skilgreiningar á tilgangi jóga. - Kynning a fjórum meginstefnum jógaheimspekinnar. - Einfaldar leiðir til iðkunar á heildrænu jóga. - Undirbúningur fyrir nemendur. - Helstu hættur við ástundun. - Forsendur við val á andlegum kennara. - Ítarleg hugtakaskrá og bókalisti fyrir þá sem vilja kynna sér efnið nánar. Að lokinni lesningu ætti hver og einn að hafa aukinn skilning á raunverulegum tilgangi jógaiðkunar, kunna skil á helstu aðferðum og að hafa fengið örlítið dýpri innsýn í jógafræðin. Úrdráttur úr inngangi bókarinnar: Á síðustu þrjátíu til fjörtíu árum hefur hugtakið jóga orðið geysilega vinsælt á vesturlöndum, fyrst og fremst í tengslum við líkamsæfingar. Þessar miklu vinsældir hafa jöfnum höndum orðið fræðunum til framdráttar og dregið úr raunverulegu gildi þeirra. Í sumum tilfellum er jóga orðið að tískuorði sem er skeytt við alls kyns aðrar æfingar eða hugmyndafræði til að gera vörur söluvænlegri. Hið jákvæða við þessa þróun er að nú hafa fleiri opnað hug sinn fyrir hugmyndum jógaheimspekinnar en nokkru sinn fyrr. Markmið þessarar bókar er að opna enn frekar heim hinna raunverulegu jógafræða fyrir áhugasömum. Um höfundinn Guðjón Bergmann hefur iðkað og kennt jóga allt frá árinu 1997. Á árunum 2001-2006 rak hann farsæla jógastöð í Ármúla 38 í Reykjavík. Hann hefur skrifað fjórar bækur um jóga, gefið út DVD disk með jógaæfingum, geisladisk með slökun, skrifað ótal greinar um jógaiðkun, þjálfað vel á þriðja tug jógakennara í samstarfi við Yogi Shanti Desai og kennt rúmlega fimmþúsund jógatíma. Þekktu sjáflan þig: Innsýn í jógafræðin er áttunda bók Guðjóns á sex árum. Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í byrjun mars kemur út ný bók eftir Guðjón Bergmann rithöfund, fyrirlesara og jógakennara. Bókin ber titilinn Þekktu sjálfan þig: Innsýn í jógafræðin. Í bókinni leitast höfundur við að veita lesendum innsýn í heim jógaheimspekinnar og kynna hugmyndafræðina sem býr að baki. Öll framsetning er á almennu máli og gagnast því jafnt byrjendum og lengra komnum. Meðal efnis: - Skilgreiningar á tilgangi jóga. - Kynning a fjórum meginstefnum jógaheimspekinnar. - Einfaldar leiðir til iðkunar á heildrænu jóga. - Undirbúningur fyrir nemendur. - Helstu hættur við ástundun. - Forsendur við val á andlegum kennara. - Ítarleg hugtakaskrá og bókalisti fyrir þá sem vilja kynna sér efnið nánar. Að lokinni lesningu ætti hver og einn að hafa aukinn skilning á raunverulegum tilgangi jógaiðkunar, kunna skil á helstu aðferðum og að hafa fengið örlítið dýpri innsýn í jógafræðin. Úrdráttur úr inngangi bókarinnar: Á síðustu þrjátíu til fjörtíu árum hefur hugtakið jóga orðið geysilega vinsælt á vesturlöndum, fyrst og fremst í tengslum við líkamsæfingar. Þessar miklu vinsældir hafa jöfnum höndum orðið fræðunum til framdráttar og dregið úr raunverulegu gildi þeirra. Í sumum tilfellum er jóga orðið að tískuorði sem er skeytt við alls kyns aðrar æfingar eða hugmyndafræði til að gera vörur söluvænlegri. Hið jákvæða við þessa þróun er að nú hafa fleiri opnað hug sinn fyrir hugmyndum jógaheimspekinnar en nokkru sinn fyrr. Markmið þessarar bókar er að opna enn frekar heim hinna raunverulegu jógafræða fyrir áhugasömum. Um höfundinn Guðjón Bergmann hefur iðkað og kennt jóga allt frá árinu 1997. Á árunum 2001-2006 rak hann farsæla jógastöð í Ármúla 38 í Reykjavík. Hann hefur skrifað fjórar bækur um jóga, gefið út DVD disk með jógaæfingum, geisladisk með slökun, skrifað ótal greinar um jógaiðkun, þjálfað vel á þriðja tug jógakennara í samstarfi við Yogi Shanti Desai og kennt rúmlega fimmþúsund jógatíma. Þekktu sjáflan þig: Innsýn í jógafræðin er áttunda bók Guðjóns á sex árum.
Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist