Vaxtaokur bankanna skelfilegt 27. febrúar 2007 18:30 Vaxtaokur bankanna er skelfilegt, segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og launafólk situr í skuldasúpunni. Hann frábiður sér skýringar Péturs Blöndal um að háir vextir séu afleiðing af eyðslugleði almennings. Prófessor í hagfræði segir fákeppni ríkja á neytendalánamarkaði. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga sýndi samanburður fréttastofu að kostnaður Íslendinga við að taka lán hjá Glitni og Kaupþingi er sláandi miklu meiri en þegar frændur okkar í Noregi og Svíþjóð ganga inn í útibú þessara sömu banka í sínum heimalöndum. Starfsgreinasambandi hefur lagt út af þessum samanburði á heimasíðu sinni og bendir á að af milljón króna skammtímaláni hjá Kaupþingi greiðir Íslendingur 143.000 kr. í vexti á ári en Svíinn 65.000 kr. Munurinn er 78.000 kr. Af húsnæðisláni upp á 15 milljónir greiðir Íslendingurinn 742.500 krónur í raunvexti á ári en en Svíinn 517.500 krónur. Munurinn er 225.000 kr. Bankarnir segja vaxtastigi í landinu um að kenna. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir mistök í efnahagsstjórn landsins hafa knúið Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi. Allt hafi farið úr böndunum þegar stjórnvöld ákváðu að veita 100% húsnæðislán. "Þannig að skýringin stafar af þessu að hluta til en það breytir ekki því að fólk situr í skuldasúpunni. Pétur Blöndal alþingismaður segir að fólk sé neyslusjúkt og sé að taka lán en það er alls ekki skýringin. Til þess að bregðast við aukinni vaxtabyrði þá leitar fólk til bankanna. Hvaða svör fær það þar? Jú, aukna yfirdráttarheimild. Og hverjir eru vextir á yfirdráttarheimild í dag? Yfir 20%." Vaxtamunur hjá venjulegu launafólki í dag er í kringum fimmtán prósent, segir Skúli. "Og það er náttúrlega alveg skelfilegt vaxtaokur." Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, efast ekki um að hörð samkeppni sé á milli bankanna í fjárfestingarbankastarfsemi en annað gildi um viðskipti við einstaklinga. Þar sé samkeppnin ekki grimm. "Ég vil fullyrða að það sé fákeppnisstaða hér. Bankarnir eru ekki margir og það eru vísbendingar sem ganga í þá átt að sumt af þessum gjöldum gætu verið lægri ef samkeppnin væri harðari." Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Vaxtaokur bankanna er skelfilegt, segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og launafólk situr í skuldasúpunni. Hann frábiður sér skýringar Péturs Blöndal um að háir vextir séu afleiðing af eyðslugleði almennings. Prófessor í hagfræði segir fákeppni ríkja á neytendalánamarkaði. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga sýndi samanburður fréttastofu að kostnaður Íslendinga við að taka lán hjá Glitni og Kaupþingi er sláandi miklu meiri en þegar frændur okkar í Noregi og Svíþjóð ganga inn í útibú þessara sömu banka í sínum heimalöndum. Starfsgreinasambandi hefur lagt út af þessum samanburði á heimasíðu sinni og bendir á að af milljón króna skammtímaláni hjá Kaupþingi greiðir Íslendingur 143.000 kr. í vexti á ári en Svíinn 65.000 kr. Munurinn er 78.000 kr. Af húsnæðisláni upp á 15 milljónir greiðir Íslendingurinn 742.500 krónur í raunvexti á ári en en Svíinn 517.500 krónur. Munurinn er 225.000 kr. Bankarnir segja vaxtastigi í landinu um að kenna. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir mistök í efnahagsstjórn landsins hafa knúið Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi. Allt hafi farið úr böndunum þegar stjórnvöld ákváðu að veita 100% húsnæðislán. "Þannig að skýringin stafar af þessu að hluta til en það breytir ekki því að fólk situr í skuldasúpunni. Pétur Blöndal alþingismaður segir að fólk sé neyslusjúkt og sé að taka lán en það er alls ekki skýringin. Til þess að bregðast við aukinni vaxtabyrði þá leitar fólk til bankanna. Hvaða svör fær það þar? Jú, aukna yfirdráttarheimild. Og hverjir eru vextir á yfirdráttarheimild í dag? Yfir 20%." Vaxtamunur hjá venjulegu launafólki í dag er í kringum fimmtán prósent, segir Skúli. "Og það er náttúrlega alveg skelfilegt vaxtaokur." Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, efast ekki um að hörð samkeppni sé á milli bankanna í fjárfestingarbankastarfsemi en annað gildi um viðskipti við einstaklinga. Þar sé samkeppnin ekki grimm. "Ég vil fullyrða að það sé fákeppnisstaða hér. Bankarnir eru ekki margir og það eru vísbendingar sem ganga í þá átt að sumt af þessum gjöldum gætu verið lægri ef samkeppnin væri harðari."
Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira