Bankarnir hunsuðu Samkeppniseftirlitið 17. febrúar 2007 18:30 Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum. Umræða um vaxtakjör og þjónustugjöld bankanna blossaði upp að nýju í vikunni. Formaður Neytendasamtakanna sagði í hádegisfréttum okkar að stýrivextir hefðu ekkert með þjónustugjöld og vaxtamun að gera og að bankarnir gætu boðið miklu betri kjör - þrátt fyrir háa stýrivexti. Á þingi sagði Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar að rannsaka þyrfti samráð bankanna. Bankarnir hafa vísað þessu á bug og sagt mikla samkeppni á bankamarkaði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir enga rannsókn í gangi á meintu samráði bankanna. Samnorræn bankaskýrsla var kynnt í haust. Í ljós kom að vaxtamunurinn er meiri hér en á Norðurlöndunum - þó að arðsemi eiginfjár hafi verið hæst hér og að viðskiptavinir eigi örðugt með að flytja sig á milli banka. Samkeppniseftirlitið beindi ýmsum tilmælum til íslenskra banka við kynningu á skýrslunni, meðal annars að afnema uppgreiðslugjaldið. Um hálft ár er síðan skýrslan var kynnt og Páll Gunnar segir bankana hafa verið trega til að bregðast við henni. Aðspurður hvort eitthvað benti til að bankarnir hygðust verða tilmælum eftirlitsins, til dæmis með því að afnema uppgreiðslugjaldið sagði Páll "ekki í bili".Guðmundur Ólafsson lektor sagði í fréttum okkar í gær að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hefðu brugðist í því að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum og hér heima. Þegar fréttastofa hafði samband við Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, nú síðdegis sagði hann það ekki hlutverk Fjármálaeftirlitsins að veita upplýsingar um vaxtakjör í mismunandi löndum. Meginverkefni eftirlitsins væri að gæta þess að undirstöður fjármálamarkaðarins væru traustar og lög og reglur haldnar. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum. Umræða um vaxtakjör og þjónustugjöld bankanna blossaði upp að nýju í vikunni. Formaður Neytendasamtakanna sagði í hádegisfréttum okkar að stýrivextir hefðu ekkert með þjónustugjöld og vaxtamun að gera og að bankarnir gætu boðið miklu betri kjör - þrátt fyrir háa stýrivexti. Á þingi sagði Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar að rannsaka þyrfti samráð bankanna. Bankarnir hafa vísað þessu á bug og sagt mikla samkeppni á bankamarkaði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir enga rannsókn í gangi á meintu samráði bankanna. Samnorræn bankaskýrsla var kynnt í haust. Í ljós kom að vaxtamunurinn er meiri hér en á Norðurlöndunum - þó að arðsemi eiginfjár hafi verið hæst hér og að viðskiptavinir eigi örðugt með að flytja sig á milli banka. Samkeppniseftirlitið beindi ýmsum tilmælum til íslenskra banka við kynningu á skýrslunni, meðal annars að afnema uppgreiðslugjaldið. Um hálft ár er síðan skýrslan var kynnt og Páll Gunnar segir bankana hafa verið trega til að bregðast við henni. Aðspurður hvort eitthvað benti til að bankarnir hygðust verða tilmælum eftirlitsins, til dæmis með því að afnema uppgreiðslugjaldið sagði Páll "ekki í bili".Guðmundur Ólafsson lektor sagði í fréttum okkar í gær að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hefðu brugðist í því að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum og hér heima. Þegar fréttastofa hafði samband við Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, nú síðdegis sagði hann það ekki hlutverk Fjármálaeftirlitsins að veita upplýsingar um vaxtakjör í mismunandi löndum. Meginverkefni eftirlitsins væri að gæta þess að undirstöður fjármálamarkaðarins væru traustar og lög og reglur haldnar.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira