Samstarf um aðstoð við fátæka í Afríku 15. febrúar 2007 14:28 Jónas Þ. Þórisson frkvstj. Hjálparstarfsins t.v. og Sighvatur Björgvinsson frkvstj. ÞSSÍ undirrita samninginn. Hjálparstarf kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun Íslands gerðu í dag fimmtíu milljóna króna samstarfssamninga um verkefni í Úganda og Malaví. Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri ÞSSÍ og Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins skrifuðu undir samningana. Malaví verkefnið miðar að því að afla vatns fyrir fátæka íbúa í landinu og er til fjögurra ára. Úgandaverkefnið hefur það að markmiði að berjast gegn útbreiðslu alnæmis og hlúa að fólki sem sýkst hefur. Það er til þriggja ára. Verkefnið í Malaví er unnið í héraðinu Chikwawa og mun standa til ársins 2010. Það snýst um vatnsöflun og nýtingu þess til að tryggja betur fæðuöryggi og framfærslu þeirra fátækustu. Verkefnið veitir fólki aðgang að fjármagni, tækjum, áhöldum og öðrum áþreifanlegum auðlindum, unnið er eftir ákveðnum vinnureglum sem fólk býr að síðari við frekari umbætur. Verkefnið í Úganda er hluti af fjölþættu þróunarverkefni sem kirkjulegar hjálparstofnanir innan Lútherska heimssambandsins reka í landinu. Unnið er í þremur héruðum: Rakaí, Lyantonde og Sembabule og snýst verkefnið um að draga úr tíðni HIV-smits og áhrifum alnæmis á samfélagið. Sá hluti sem þessi samningur ÞSSÍ og Hjálparstarfsins tekur til og verður unninn fram til ársins 2009, er að hjálpa börnum sem misst hafa báða foreldra úr alnæmi og búa ein. Áhersla er á að bæta lífsskilyrði þeirra með því að reisa handa þeim íbúðarhús með grunnhúsbúnaði og eldaskála með sérhönnuðum hlóðum sem spara eldsneyti og helstu áhöldum. Til að auka hreinlæti á heimilum eru gerðir kamrar og hreinlætisaðstaða og frætt um samband hreinlætis og smithættu. Einnig á að auka aðgang að hreinu vatni með því að koma upp safntönkum við hús. Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Hjálparstarf kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun Íslands gerðu í dag fimmtíu milljóna króna samstarfssamninga um verkefni í Úganda og Malaví. Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri ÞSSÍ og Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins skrifuðu undir samningana. Malaví verkefnið miðar að því að afla vatns fyrir fátæka íbúa í landinu og er til fjögurra ára. Úgandaverkefnið hefur það að markmiði að berjast gegn útbreiðslu alnæmis og hlúa að fólki sem sýkst hefur. Það er til þriggja ára. Verkefnið í Malaví er unnið í héraðinu Chikwawa og mun standa til ársins 2010. Það snýst um vatnsöflun og nýtingu þess til að tryggja betur fæðuöryggi og framfærslu þeirra fátækustu. Verkefnið veitir fólki aðgang að fjármagni, tækjum, áhöldum og öðrum áþreifanlegum auðlindum, unnið er eftir ákveðnum vinnureglum sem fólk býr að síðari við frekari umbætur. Verkefnið í Úganda er hluti af fjölþættu þróunarverkefni sem kirkjulegar hjálparstofnanir innan Lútherska heimssambandsins reka í landinu. Unnið er í þremur héruðum: Rakaí, Lyantonde og Sembabule og snýst verkefnið um að draga úr tíðni HIV-smits og áhrifum alnæmis á samfélagið. Sá hluti sem þessi samningur ÞSSÍ og Hjálparstarfsins tekur til og verður unninn fram til ársins 2009, er að hjálpa börnum sem misst hafa báða foreldra úr alnæmi og búa ein. Áhersla er á að bæta lífsskilyrði þeirra með því að reisa handa þeim íbúðarhús með grunnhúsbúnaði og eldaskála með sérhönnuðum hlóðum sem spara eldsneyti og helstu áhöldum. Til að auka hreinlæti á heimilum eru gerðir kamrar og hreinlætisaðstaða og frætt um samband hreinlætis og smithættu. Einnig á að auka aðgang að hreinu vatni með því að koma upp safntönkum við hús.
Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira