Úrskurðir í safni Pósts og síma 9. febrúar 2007 19:29 Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót. Kaldastríðsnefndin svokallaða var skipuð í lok júní á samræmi við þingsályktun. Kveikjan var umfjöllun síðastliðið vor um sagnfræðilegar rannsóknir á hlerunum kalda stríðsins og kviknaði umræða um að gera opinber gögn um öryggi íslenska ríkisins á þeim tíma aðgengileg fræðimönnum. Páll Hreinsson, lagaprófessor, var skipaður formaður nefndarinnar sem var gert að skila af sér skýrslu og frumvarpi til laga. Niðurstöður voru kynntar síðdegis í dag. Samkvæmt þeim leggur nefndin til að búið verði til sérstakt öryggismálasafn sem geymi viðeigandi skjöl. Einnig verði aðgangur fræðimanna og almennings tryggður. Aðgangur almennings verði þó takmarkaður en fræðimenn fái aðgang að öllum gögnum en beri að fá samþykki hlutaðeigandi aðila áður en persónulegar upplýsingar verði birtar. Í skýrslunni er auk tillagna farið yfir tilvik hlerana sem og verklag og rætt við fjölda fólks vegna þess. Var staðfest að gögnum í vörslu Útlendingaeftirlitsins vegna hlerana var eytt árið 1976. Segir Páll að niðurstaða nefndarinnar styðji það sem þegar hafi komið fram um hleranir í umfjöllun síðan síðasta vor. Í viðtölum hafi komið fram að lögregla hafi aðeins getað hlerað með aðstoð Pósts og síma og þá samkvæmt dómsúrskurði sem Póst- og símamálastjóri hverju sinni áritaði. Afrit þessara úrskurða sé að finna í skjalasafni Pósts og síma. Það hafi verið afhent Þjóðskjalasafni og liggi nú á tugum bretta óyfirfarið. Áætlað sé að það kosti um 20 milljónir íslenskra króna að gera safnið aðgengilegt. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót. Kaldastríðsnefndin svokallaða var skipuð í lok júní á samræmi við þingsályktun. Kveikjan var umfjöllun síðastliðið vor um sagnfræðilegar rannsóknir á hlerunum kalda stríðsins og kviknaði umræða um að gera opinber gögn um öryggi íslenska ríkisins á þeim tíma aðgengileg fræðimönnum. Páll Hreinsson, lagaprófessor, var skipaður formaður nefndarinnar sem var gert að skila af sér skýrslu og frumvarpi til laga. Niðurstöður voru kynntar síðdegis í dag. Samkvæmt þeim leggur nefndin til að búið verði til sérstakt öryggismálasafn sem geymi viðeigandi skjöl. Einnig verði aðgangur fræðimanna og almennings tryggður. Aðgangur almennings verði þó takmarkaður en fræðimenn fái aðgang að öllum gögnum en beri að fá samþykki hlutaðeigandi aðila áður en persónulegar upplýsingar verði birtar. Í skýrslunni er auk tillagna farið yfir tilvik hlerana sem og verklag og rætt við fjölda fólks vegna þess. Var staðfest að gögnum í vörslu Útlendingaeftirlitsins vegna hlerana var eytt árið 1976. Segir Páll að niðurstaða nefndarinnar styðji það sem þegar hafi komið fram um hleranir í umfjöllun síðan síðasta vor. Í viðtölum hafi komið fram að lögregla hafi aðeins getað hlerað með aðstoð Pósts og síma og þá samkvæmt dómsúrskurði sem Póst- og símamálastjóri hverju sinni áritaði. Afrit þessara úrskurða sé að finna í skjalasafni Pósts og síma. Það hafi verið afhent Þjóðskjalasafni og liggi nú á tugum bretta óyfirfarið. Áætlað sé að það kosti um 20 milljónir íslenskra króna að gera safnið aðgengilegt.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira