Hékk í poka yfir logandi kolavél 8. febrúar 2007 18:45 Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. Lee Reynir Freer var 9 ára gamall þegar hann hélt til Breiðavíkur í maí 1955 eftir að hafa orðið uppvís að hnupli og strákapörum. Móðir hans og stjúpfaðir höfðu frétt af góðu heimili í Breiðavík þar sem börn kæmust í útreiðartúra í fallegri sveit. Talið var að dvöl þarna myndi hafa mannbætandi áhrif á drenginn. Reyni leist ljómandi vel á sig í fyrstu. Ekki leið þó á löngu þar til eitt og annað fór að koma upp á. Fyrsta áfallið var eiginmaður ráðskonunnar, smiður nokkur, sem Stefán hét að sögn Reynis. "Það var í honum sadistaháttur og það ekki lítill," segir Reynir.Nokkrir strákar höfðu verið að stríða dreng og læst hann inni á klósetti í skamma stund. Fyrir þetta var Reyni refsað. "Þetta var um hávetur og það var bullandi frost og harðfenni yfir öllu. Hann leysti niður um mig og dró mig síðan á berum rassinum eftir harðfenninu þannig að ég gat ekki með góðu móti setið á rassinum í viku eða hálfan mánuð."Þegar sami maður hýddi hann seinna með belti svo hvein í, sagði Reynir Arndísi eiginkonu hans frá og sýndi henni ummerkin. Hún brást hart við. "Hún labbaði með mér til hans og gaf honum löðrung, meðan ég stóð við hliðina á henni."Í framhaldi af því lagði smiðurinn ekki aftur hendur á Reyni. En ekki linnti harðræðinu. Í refsiskyni setti stundakennari við heimilið Reyni í kartöflupoka og batt hann við ofn í eldhúsinu. Reyni tókst að naga sig út úr pokanum og faldi sig inni á vistinni. Hann fannst og nú varð refsingin þyngri. Aftur var hann settur í poka, bundið fyrir og í þetta skiptið var hann hengdur upp fyrir ofan logandi kolaofninn. Reynir var skelfingu lostinn og óttaðist að eldtungurnar úr kolaofninum myndu læsa sig í pokann."Það var hins vegar refsing forstöðumannsins Björns Loftssonar, segir Reynir, sem skelfdi hann mest . Drenguirnn hafði stokkið upp á traktor og keyrt af stað. Fyrir þá sök tók forstöðumaðurinn hann og fór með að brunni með ísköldu vatni. Þar tók hann um lappir Reynis og stakk honum oní, með höfuðið niður, og lét hann pompa nokkrum sinnum niður á bólakaf. "Ég hélt hann myndi drekkja mér."Pyntingarnar í Breiðavík eru fjarlægar Reyni í dag, hann segir á mörkunum að hann trúi þessu sjálfur. Þrátt fyrir allt hafi gleðistundirnar þessi tæpu þrjú ár hans í Breiðavík verið miklu fleiri en hinar. Hann er í dag heimilislaus og hefur í gegnum tíðina drukkið ótæpilega, misnotað lyf og setið inni. Lífernið segist hann sjálfur hafa kallað yfir sig og það sé fjarri honum að kenna þjóðfélaginu um það. Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira
Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. Lee Reynir Freer var 9 ára gamall þegar hann hélt til Breiðavíkur í maí 1955 eftir að hafa orðið uppvís að hnupli og strákapörum. Móðir hans og stjúpfaðir höfðu frétt af góðu heimili í Breiðavík þar sem börn kæmust í útreiðartúra í fallegri sveit. Talið var að dvöl þarna myndi hafa mannbætandi áhrif á drenginn. Reyni leist ljómandi vel á sig í fyrstu. Ekki leið þó á löngu þar til eitt og annað fór að koma upp á. Fyrsta áfallið var eiginmaður ráðskonunnar, smiður nokkur, sem Stefán hét að sögn Reynis. "Það var í honum sadistaháttur og það ekki lítill," segir Reynir.Nokkrir strákar höfðu verið að stríða dreng og læst hann inni á klósetti í skamma stund. Fyrir þetta var Reyni refsað. "Þetta var um hávetur og það var bullandi frost og harðfenni yfir öllu. Hann leysti niður um mig og dró mig síðan á berum rassinum eftir harðfenninu þannig að ég gat ekki með góðu móti setið á rassinum í viku eða hálfan mánuð."Þegar sami maður hýddi hann seinna með belti svo hvein í, sagði Reynir Arndísi eiginkonu hans frá og sýndi henni ummerkin. Hún brást hart við. "Hún labbaði með mér til hans og gaf honum löðrung, meðan ég stóð við hliðina á henni."Í framhaldi af því lagði smiðurinn ekki aftur hendur á Reyni. En ekki linnti harðræðinu. Í refsiskyni setti stundakennari við heimilið Reyni í kartöflupoka og batt hann við ofn í eldhúsinu. Reyni tókst að naga sig út úr pokanum og faldi sig inni á vistinni. Hann fannst og nú varð refsingin þyngri. Aftur var hann settur í poka, bundið fyrir og í þetta skiptið var hann hengdur upp fyrir ofan logandi kolaofninn. Reynir var skelfingu lostinn og óttaðist að eldtungurnar úr kolaofninum myndu læsa sig í pokann."Það var hins vegar refsing forstöðumannsins Björns Loftssonar, segir Reynir, sem skelfdi hann mest . Drenguirnn hafði stokkið upp á traktor og keyrt af stað. Fyrir þá sök tók forstöðumaðurinn hann og fór með að brunni með ísköldu vatni. Þar tók hann um lappir Reynis og stakk honum oní, með höfuðið niður, og lét hann pompa nokkrum sinnum niður á bólakaf. "Ég hélt hann myndi drekkja mér."Pyntingarnar í Breiðavík eru fjarlægar Reyni í dag, hann segir á mörkunum að hann trúi þessu sjálfur. Þrátt fyrir allt hafi gleðistundirnar þessi tæpu þrjú ár hans í Breiðavík verið miklu fleiri en hinar. Hann er í dag heimilislaus og hefur í gegnum tíðina drukkið ótæpilega, misnotað lyf og setið inni. Lífernið segist hann sjálfur hafa kallað yfir sig og það sé fjarri honum að kenna þjóðfélaginu um það.
Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira