Of seint að læra að prjóna 7. febrúar 2007 20:15 Það kom flatt upp á marga í íslenska flugheiminum fyrir 22 árum þegar Arngrímur Jóhannsson sagði upp stöðu sinni sem yfirflugstjóri Arnarflugs, stofnaði sitt eigið flugfélag, og keypti gamla Boeing þotu. Nú stendur hann enn á tímamótum, kominn í nýtt félag, og er í fyrsta sinn á ferlinum að láta smíða fyrir sig þotur. Arngrímur hefur verið lítt áberandi frá því hann seldi meirihluta sinn í Atlanta flugfélaginu. Þessi kaup nú á þotunum sex sýna að hann sé fjarri því sestur í helgan stein. Arngrímur sagði „Ég kem nú ósköp lítið nálægt þessu nema bara svona til þess að vera með strákunum en ég er partur af þessu félagi, Avion Aircraft Trading, en hættur í Atlanta sem slíku." Aðspurður sagði Arngrímur að honum fyndist gaman að þessu ennþá.„Já já, ég er orðinn það gamall sko að það er of seint að kenna manni að prjóna svo eitthvað verður maður að gera." Það hefur verið furðuhljótt um þetta íslenska félag og þó hefur það, fyrir þessi kaup nú, keypt 21 þotu og það allt breiðþotur. Þegar Arngrímur var spurður út í hvers kyns félag Avion Aircraft Trading væri svaraði hann að „Það er eins og nafnið bendir til, það bara kaupir og selur og leigir flugvélar. Og ef við leigjum þær þá er það öðruvísi en Atlanta, þá leigðum við hana alltaf með áhöfnum og viðhaldi og tryggingu. Núna leigjum við vélarnar bara það sem er kallað þurrt, bara dry. Bara leigjum vélina og sá sem tekur hana á leigu þarf að sjá um áhafnir, viðhald, tryggingar og bara allt saman. Arngrímur var í fyrsta sinn í gær að skoða Airbus verksmiðjurnar. Hann veðjar nú á nýja tegund fragtþotu sem spáð er að verði eftirsótt á næstu áratugum. Þeir Arngrímur og Hafþór Hafsteinsson eiga, ásamt stjórnendum fyrirtækisins, 51% meirihluta í Avion Aircraft Trading en 49% eru í eigu Eimskipafélagsins. Fréttir Innlent Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Það kom flatt upp á marga í íslenska flugheiminum fyrir 22 árum þegar Arngrímur Jóhannsson sagði upp stöðu sinni sem yfirflugstjóri Arnarflugs, stofnaði sitt eigið flugfélag, og keypti gamla Boeing þotu. Nú stendur hann enn á tímamótum, kominn í nýtt félag, og er í fyrsta sinn á ferlinum að láta smíða fyrir sig þotur. Arngrímur hefur verið lítt áberandi frá því hann seldi meirihluta sinn í Atlanta flugfélaginu. Þessi kaup nú á þotunum sex sýna að hann sé fjarri því sestur í helgan stein. Arngrímur sagði „Ég kem nú ósköp lítið nálægt þessu nema bara svona til þess að vera með strákunum en ég er partur af þessu félagi, Avion Aircraft Trading, en hættur í Atlanta sem slíku." Aðspurður sagði Arngrímur að honum fyndist gaman að þessu ennþá.„Já já, ég er orðinn það gamall sko að það er of seint að kenna manni að prjóna svo eitthvað verður maður að gera." Það hefur verið furðuhljótt um þetta íslenska félag og þó hefur það, fyrir þessi kaup nú, keypt 21 þotu og það allt breiðþotur. Þegar Arngrímur var spurður út í hvers kyns félag Avion Aircraft Trading væri svaraði hann að „Það er eins og nafnið bendir til, það bara kaupir og selur og leigir flugvélar. Og ef við leigjum þær þá er það öðruvísi en Atlanta, þá leigðum við hana alltaf með áhöfnum og viðhaldi og tryggingu. Núna leigjum við vélarnar bara það sem er kallað þurrt, bara dry. Bara leigjum vélina og sá sem tekur hana á leigu þarf að sjá um áhafnir, viðhald, tryggingar og bara allt saman. Arngrímur var í fyrsta sinn í gær að skoða Airbus verksmiðjurnar. Hann veðjar nú á nýja tegund fragtþotu sem spáð er að verði eftirsótt á næstu áratugum. Þeir Arngrímur og Hafþór Hafsteinsson eiga, ásamt stjórnendum fyrirtækisins, 51% meirihluta í Avion Aircraft Trading en 49% eru í eigu Eimskipafélagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira