Viðskipti innlent

LÍ spáir tapi hjá Össuri

Stoðtækjafyrirtækið Össur birtir uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í fyrra og síðasta rekstrarár á morgun. Landsbankinn spáir því að fyrirtækið skili tapi upp á 4,5 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 308,8 milljóna íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs.

Greiningardeild Landsbankans bendir á það í Vegvísi sínum í dag að undir lok síðasta fjórðungs hafi Össur keypt franska stoðtækjafyrirtækið Gibaud en gert er ráð fyrir að velta Össur aukist um 20% vegna þessa.

Samfara kaupunum kom fram að framlegð á fjórða fjórðungi verði lægri en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Sé því búist við að tekjur fjórðungsins nemi 62,7 milljónum dala, 4,3 milljörðum íslenskra króna, og að tap eftir skatta 4,5 milljónir dala, 308,8 milljónir króna. Deildin bendir hins vegar á að erfitt sé að áætla skatta félagsins vegna skattinneignar Össurar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×