Innlent

Fangelsi fyrir að neita að greiða fyrir mat og leigubíl

MYND/Valgarður
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að neita að greiða fyrir veitingar sem hann snæddi á veitingastað í borginni og fyrir að neita að borga leigubílafargjald. Samanlagt hljóðuðu reikningarnir upp á rúmlega tuttugu þúsund krónur en atvikin áttu sér stað í mars í fyrra. Maðurinn á að baki yfir 20 ára sakaferil og hefur hlotið yfir 30 dóma. Í ljósi þess var hann dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar og til að greiða skuldir sínar við veitingastaðinn og leigubílstjórann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×