Handbolti

Alfreð hættir með landsliðið í sumar

Alfreð hefur gert góða hluti með íslenska liðið en ljóst er að hann mun ekki vera með liðið til frambúðar.
Alfreð hefur gert góða hluti með íslenska liðið en ljóst er að hann mun ekki vera með liðið til frambúðar. MYND/Getty

Alfreð Gíslason segir í viðtali við vefmiðilinn Sport1.de að hann muni hætta með landsliðið í sumar vegna fjölskyldu-ástæðna. Alfreð er þjálfari þýska liðsins VfL Gummersbach og það er ekki mikið um frítíma hjá kappanum enda fara öll fríin með þýska liðinu í verkefni landsliðsins.

"Ég mun klára minn samning en síðan mun ég hætta með liðið. Það er ekki hægt að leggja það á fjölskylduna að vera á fullu á tvennum vígstöðum," segir Alfreð í viðtali við Sport1.de og hann segir enn fremur að margir komi til greina sem eftirmenn hans hjá landsliðinu.

Þýsku fjölmiðlamennirnir nefndu strax til aðstoðarþjálfarann Guðmund Guðmundsson en það er þó ljóst að fleiri þjálfarar munu örugglega sækjast eftir starfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×