Vísbendingar um að Samfylkingu hafi mistekist 28. janúar 2007 19:45 Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. Jón Baldvin fór mikinn í Silfri Egils í dag. Hann ræddi meðal annars um krónuna - verðtryggingarkrónuna - sem væri í raun og veru ekki til. Himinhátt verðlag vegna ofurtolla sem hjálpaði fákeppni í landinu. "Ofurtollarnir á Íslandi eru til þess að koma í veg fyrir viðskipti. Þeir eru svo himinháir að það breytir engu þótt þeir séu lækkaðir eitthvað." Hann velti því upp hvort menn teldur það lífsgilda að vera komnir 100 ár aftur í tímann í vinnuþrælkun. "Atvinnuþátttaka og vinnutími beggja til að sjá fyrir fjölskyldu, þetta er það sama og er að gerast í Ameríku. Við erum að sumu leyti að verða eins og skrípamynd af amerískum kapítalisma." Og þar með fjarlægjast hið norræna velferðarmódel. Talið barst líka að vaxtamuni - sem hefur aukist eftir að bankarnir voru einkavæddir. Var 2,5 prósent á viðreisnaráratugnum en er kominn í þrettán prósent. Ef rökin fyrir einkavæðingu voru að ríkið kynni ekki að fara með fé og bankastjórar væru pólitískir þá hefur einkavæðing bankanna gjörsamlega mistekist, segir Jón Baldvin. "Út frá sjónarmiði harðrar hagfræði og hagkvæmni, hagsmunum neytenda. Það ætti bara að þjóðnýta þá aftur." Hann gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði allt benda til að Samfylkingunni sé að mistakast ætlunarverk sitt - að vera valkostur við Sjálfstæðisflokkinn. "Ef Samfylkingin ætlar að klúðra sínum málum þá er mikil alvara í því. Það er fólk hérna sem bara líður það ekki. Það er óbærileg tilhugsun að hafa þessa sömu ríkisstjórn hérna áfram. Og ef það þarf að stofna nýja hreyfingu sem fókuserar á aðalatriðin og býður upp á menn sem vekja traust en ekki málfundaæfingar í málþófi - nú, þá bara gera menn það." Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. Jón Baldvin fór mikinn í Silfri Egils í dag. Hann ræddi meðal annars um krónuna - verðtryggingarkrónuna - sem væri í raun og veru ekki til. Himinhátt verðlag vegna ofurtolla sem hjálpaði fákeppni í landinu. "Ofurtollarnir á Íslandi eru til þess að koma í veg fyrir viðskipti. Þeir eru svo himinháir að það breytir engu þótt þeir séu lækkaðir eitthvað." Hann velti því upp hvort menn teldur það lífsgilda að vera komnir 100 ár aftur í tímann í vinnuþrælkun. "Atvinnuþátttaka og vinnutími beggja til að sjá fyrir fjölskyldu, þetta er það sama og er að gerast í Ameríku. Við erum að sumu leyti að verða eins og skrípamynd af amerískum kapítalisma." Og þar með fjarlægjast hið norræna velferðarmódel. Talið barst líka að vaxtamuni - sem hefur aukist eftir að bankarnir voru einkavæddir. Var 2,5 prósent á viðreisnaráratugnum en er kominn í þrettán prósent. Ef rökin fyrir einkavæðingu voru að ríkið kynni ekki að fara með fé og bankastjórar væru pólitískir þá hefur einkavæðing bankanna gjörsamlega mistekist, segir Jón Baldvin. "Út frá sjónarmiði harðrar hagfræði og hagkvæmni, hagsmunum neytenda. Það ætti bara að þjóðnýta þá aftur." Hann gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði allt benda til að Samfylkingunni sé að mistakast ætlunarverk sitt - að vera valkostur við Sjálfstæðisflokkinn. "Ef Samfylkingin ætlar að klúðra sínum málum þá er mikil alvara í því. Það er fólk hérna sem bara líður það ekki. Það er óbærileg tilhugsun að hafa þessa sömu ríkisstjórn hérna áfram. Og ef það þarf að stofna nýja hreyfingu sem fókuserar á aðalatriðin og býður upp á menn sem vekja traust en ekki málfundaæfingar í málþófi - nú, þá bara gera menn það."
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira