Grænlenska bomban slær í gegn 28. janúar 2007 11:15 Angutimmarik Kreutzmann er aðeins 18 ára gamall en er samt næst markahæsti leikmaður HM í Þýskalandi. MYND/Getty Það könnuðust fáir við handboltamanninn Angutimmarik Kreutzmann frá Grænlandi áður en HM í handbolta hófst í vikunni. Nú er hin 18 ára gamla skytta, sem gengur undir gælunafninu "grænlenska bomban" í Þýskalandi, á allra manna vörum og undir smásjánni hjá mörgum stórum liðum. Kreutzmann er næst markahæstur það sem af er HM með 43 mörk . Grænlendingar hafa - og verða líklega aldrei - hátt skrifaðir í handboltaheiminum. Þeir hafa hins vegar fengið nokkra athygli á HM í Þýskalandi fyrir tilstilli Angutimmarik Kreutzmann, eða Angu eins og hann er kallaður á meðal þeirra sem til hans þekkja. Angu þessi er 18 ára gamall og var nánast með öllu óþekktur áður en HM hófst. Í Þýskalandi hefur hann hins vegar slegið í gegn, er næst markahæsti leikmaður keppninnar og vakið verðskuldaða athygli fyrir þrumuskot sín. Angu hefur skorað 43 mörk eftir fimm leiki en markahæstur er Filip Jicha hjá Tékklandi með 50 mörk eftir sex leiki. Angu er á mála hjá danska liðinu Silkeborg og hefur hingað til fengið fá tækifæri með aðalliði félagsins. Gera má ráð fyrir því að staða Angu hjá liðinu breytist í kjölfar HM, enda búinn að sýna og sanna að hann er fullfær um að standa sig á meðal þeirra allra bestu. Forráðamenn Silkeborg segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda í "grænlensku bombuna". "Við höfum þegar fengið nokkrar fyrirspurnir um hann en við höfum engan áhuga á að missa hann," sagði Mikael Bak, þjálfari unglingaliðs Silkeborg, við Extrabladet í Danmörku. Angu getur spilað bæði sem vinstri skytta og leikstjórnandi og segir Mikael að hann búi yfir gríðarlegum hæfileikum. "Hann er með mikinn stökkkraft og hentar líkamsbygging hans handboltamanni einstaklega vel. Það er gaman að sjá hann standa sig svona vel á HM en danska úrvalsdeildin er líka erfið viðureignar. Hann er ennþá óþroskaður í leik sínum en möguleikarnir eru sannarlega til staðar," segir Mikael. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Það könnuðust fáir við handboltamanninn Angutimmarik Kreutzmann frá Grænlandi áður en HM í handbolta hófst í vikunni. Nú er hin 18 ára gamla skytta, sem gengur undir gælunafninu "grænlenska bomban" í Þýskalandi, á allra manna vörum og undir smásjánni hjá mörgum stórum liðum. Kreutzmann er næst markahæstur það sem af er HM með 43 mörk . Grænlendingar hafa - og verða líklega aldrei - hátt skrifaðir í handboltaheiminum. Þeir hafa hins vegar fengið nokkra athygli á HM í Þýskalandi fyrir tilstilli Angutimmarik Kreutzmann, eða Angu eins og hann er kallaður á meðal þeirra sem til hans þekkja. Angu þessi er 18 ára gamall og var nánast með öllu óþekktur áður en HM hófst. Í Þýskalandi hefur hann hins vegar slegið í gegn, er næst markahæsti leikmaður keppninnar og vakið verðskuldaða athygli fyrir þrumuskot sín. Angu hefur skorað 43 mörk eftir fimm leiki en markahæstur er Filip Jicha hjá Tékklandi með 50 mörk eftir sex leiki. Angu er á mála hjá danska liðinu Silkeborg og hefur hingað til fengið fá tækifæri með aðalliði félagsins. Gera má ráð fyrir því að staða Angu hjá liðinu breytist í kjölfar HM, enda búinn að sýna og sanna að hann er fullfær um að standa sig á meðal þeirra allra bestu. Forráðamenn Silkeborg segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda í "grænlensku bombuna". "Við höfum þegar fengið nokkrar fyrirspurnir um hann en við höfum engan áhuga á að missa hann," sagði Mikael Bak, þjálfari unglingaliðs Silkeborg, við Extrabladet í Danmörku. Angu getur spilað bæði sem vinstri skytta og leikstjórnandi og segir Mikael að hann búi yfir gríðarlegum hæfileikum. "Hann er með mikinn stökkkraft og hentar líkamsbygging hans handboltamanni einstaklega vel. Það er gaman að sjá hann standa sig svona vel á HM en danska úrvalsdeildin er líka erfið viðureignar. Hann er ennþá óþroskaður í leik sínum en möguleikarnir eru sannarlega til staðar," segir Mikael.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira