Gestgjafar Þjóðverja hafa 14-9 forystu í leik sínum gegn Frökkum á HM í handbolta sem nú stendur yfir. Þjóðverjar mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og komu leikmönnum Frakka í opna skjöldu með mikilli baráttu - ekki ólíkt því sem fengu að kynnast í leiknum gegn Íslendingum í riðlakeppninni.
Frakkland og Þýskaland hafa bæði fjögur stig í milliriðli 1, líkt og ísland og Pólland.