Hertar mengunarkröfur í nýju deiliskipulagi um álversstækkun 24. janúar 2007 18:42 Meirihluti íbúa Hafnarfjarðar er á móti stækkun álversins í Straumsvík samkvæmt nýrri könnun. Línur í þessu máli eru farnar að skýrast. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í Hafnarfirði standa að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Almenn atkvæðagreiðsla íbúa bæjarins um deiliskipulagið fer fram þann 31. mars og leggur meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn til að einfaldur meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni ráði úrslitum. Skipulags og byggingaráð Hafnarfjarðar samþykkti í gær fyrir sitt leyti að nýtt deiliskipulag fyrir álverssvæðið fari í almennt skipulagsferli að lokinni atkvæðagreiðslu íbúa um tillöguna. Jafnframt samþykkti bæjarráð að kosning um málið skuli fara fram hinn 31. mars næstkomandi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði boðaði til fréttamannafundar í dag, þar sem hann kynnt deiluskipulagið og forsendur þess. Ef deiliskipulagið nær fram að ganga mun svo kallað þynnigarsvæði minnka um tvo þriðju, fara úr um tíu ferílómetrum í rúmlega þrjá ferkílómetra. Þá mun mengun á hvert framleitt tonn af áli í stækkaðri verksmiðju verða minni en í núverandi verksmiðju. "Við erum að tala um það að setja fram mjög auknar kröfur varðandi mengunarvarnir, umfram það sem umhverfismat og umfram það sem starfsleyfið gaf og veitti Alcan," segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Farið sé fram með ítrustu kröfur sem þekkist hér á landi og víðast annars staðar í þessum rekstri. "Og það er auðvitað sérstaklega ánægjulegt að það hefur nást gott samkomulag og samstarf við Alcan um að mæta okkur í þeim kröfum," segir Lúðvík. Lúðvík segir að horfa verði til allra þátta þegar stækkun álversins er metin. Mengunar- og umhverfismála, þeirra starfa sem þarna eru og þjónustu sem þrýfst á starfsemi álversins og þær beinu tekjur sem það fæirir bænum. Lúðvík vill að Alþingi afgreiði hið fyrsta breytingar á lögum um skattlagningu álversins, sem forráðamenn álversins hafa óskað eftir, sem myndu gefa bænum 200 milljón króna tekjur af verksmiðjunni eins og hún er nú, í stað 70 milljóna. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar komu að gerð deiliskipulagsins ásamt fulltrúum Alcan og svo virðist sem þverpólitísk samstaða ríki um að setja þetta skipulag fram. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði er enda ánægður með niðurstöðuna. "Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég er mjög sáttur og ánægður með þá niðurstöðu sem fengist hefur úr þessari yfirgripsmiklu vinnu með Alcan á undanförnum mánuðum. Og sérstakt ánægjuefni að það er full pólitísk samstaða milli fulltrúa allra flokka Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um það að þetta sé tillaga sem við erum ásátt um að nái þeim markmiðum og skilyrðum sem við höfum sett fram í okkar viðræðum og það sé eðlilegt að það sé þetta sem lagt sé fyrir íbúana hér í bænum. Rannveig Rist forstjóri Alcan segir fyrirtækið geta uppfyllt þessi skilyrði. "Já, við treystum okkur til þess. Við erum hér með mjög metnaðarfullt starf í mengunarmálum og við höfum ekki verið að berjast við að ná einhverjum takmörkum sem hafa verið sett á okkur, heldur verið undir öllum mörkum. Við höfum mikinn metnað á þessu sviði. Þannig að við höldum því góða starfi áfram og fögnum því að náðst hafi þverpólitísk samstaða um þetta mál," segir Rannveig Rist. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Meirihluti íbúa Hafnarfjarðar er á móti stækkun álversins í Straumsvík samkvæmt nýrri könnun. Línur í þessu máli eru farnar að skýrast. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í Hafnarfirði standa að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Almenn atkvæðagreiðsla íbúa bæjarins um deiliskipulagið fer fram þann 31. mars og leggur meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn til að einfaldur meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni ráði úrslitum. Skipulags og byggingaráð Hafnarfjarðar samþykkti í gær fyrir sitt leyti að nýtt deiliskipulag fyrir álverssvæðið fari í almennt skipulagsferli að lokinni atkvæðagreiðslu íbúa um tillöguna. Jafnframt samþykkti bæjarráð að kosning um málið skuli fara fram hinn 31. mars næstkomandi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði boðaði til fréttamannafundar í dag, þar sem hann kynnt deiluskipulagið og forsendur þess. Ef deiliskipulagið nær fram að ganga mun svo kallað þynnigarsvæði minnka um tvo þriðju, fara úr um tíu ferílómetrum í rúmlega þrjá ferkílómetra. Þá mun mengun á hvert framleitt tonn af áli í stækkaðri verksmiðju verða minni en í núverandi verksmiðju. "Við erum að tala um það að setja fram mjög auknar kröfur varðandi mengunarvarnir, umfram það sem umhverfismat og umfram það sem starfsleyfið gaf og veitti Alcan," segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Farið sé fram með ítrustu kröfur sem þekkist hér á landi og víðast annars staðar í þessum rekstri. "Og það er auðvitað sérstaklega ánægjulegt að það hefur nást gott samkomulag og samstarf við Alcan um að mæta okkur í þeim kröfum," segir Lúðvík. Lúðvík segir að horfa verði til allra þátta þegar stækkun álversins er metin. Mengunar- og umhverfismála, þeirra starfa sem þarna eru og þjónustu sem þrýfst á starfsemi álversins og þær beinu tekjur sem það fæirir bænum. Lúðvík vill að Alþingi afgreiði hið fyrsta breytingar á lögum um skattlagningu álversins, sem forráðamenn álversins hafa óskað eftir, sem myndu gefa bænum 200 milljón króna tekjur af verksmiðjunni eins og hún er nú, í stað 70 milljóna. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar komu að gerð deiliskipulagsins ásamt fulltrúum Alcan og svo virðist sem þverpólitísk samstaða ríki um að setja þetta skipulag fram. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði er enda ánægður með niðurstöðuna. "Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég er mjög sáttur og ánægður með þá niðurstöðu sem fengist hefur úr þessari yfirgripsmiklu vinnu með Alcan á undanförnum mánuðum. Og sérstakt ánægjuefni að það er full pólitísk samstaða milli fulltrúa allra flokka Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um það að þetta sé tillaga sem við erum ásátt um að nái þeim markmiðum og skilyrðum sem við höfum sett fram í okkar viðræðum og það sé eðlilegt að það sé þetta sem lagt sé fyrir íbúana hér í bænum. Rannveig Rist forstjóri Alcan segir fyrirtækið geta uppfyllt þessi skilyrði. "Já, við treystum okkur til þess. Við erum hér með mjög metnaðarfullt starf í mengunarmálum og við höfum ekki verið að berjast við að ná einhverjum takmörkum sem hafa verið sett á okkur, heldur verið undir öllum mörkum. Við höfum mikinn metnað á þessu sviði. Þannig að við höldum því góða starfi áfram og fögnum því að náðst hafi þverpólitísk samstaða um þetta mál," segir Rannveig Rist.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira