Lygavefur á netinu endaði með morði 22. janúar 2007 16:57 Thomas Montgomery hefur verið ákærður fyrir morðið á Brian Barrett frá Buffalo í New York ríki í Bandaríkjunum. Brian var 22 ára þegar hann fannst myrtur fyrir utan verksmiðjuna þar sem þeir unnu í september sl. Hann hafði dregist inn í netsamband Thomasar og konu frá Virginíu ríki. Thomas var 18 ára sjóliði á leið til Íraks og hún 18 ára yngismey sem sendi honum kvenundirföt og myndir af sér. … eða svo héldu þau. Bæði voru í raun miðaldra og hann auk þess giftur. Í skjóli internetsins höfðu þau átt í sambandi í ár þar sem þau lugu til um aðstæður sínar. Ken Case aðstoðarsaksóknari í Buffalóríki segir að konan hafi sent Thomasi undirföt og myndir af dóttur sinni, sem hún sagði vera af sér. Í eitt skiptið var það eiginkona Thomasar sem tók á móti pakkanum. Hún skrifaði 18 ára stúlkunni til baka og sagði henni eins og var, að maðurinn væri giftur 47 ára fjölskyldufaðir. Hún hefði verið plötuð. Máli sínu til stuðnings sendi eiginkonan fjölskyldumynd með. Konan frá Vestur Virginíu, sem lögregla gefur ekki frekari upplýsingar um, mundi eftir vini Thomasar sem nefndur hafði verið á spjallrás og tókst að hafa upp á honum á netinu. Hún vildi fá upplýsingar eiginkonunnar staðfestar. Þannig hófust kynni Brians og konunnar og talaði hann opinskátt um samband sitt við hana á vinnustaðnum. Brian var vinsæll og upprennandi listakennari. Hann vann í verksmiðjunni til að greiða skólagjöld. Konan hélt samt sem áður sambandinu við Thomas áfram. Yfirvöld í Buffaló segja Thomas hafa orðið afar afbrýðisaman út í Brian. Hinn 22 ára námsmaður fannst látinn við bíl sinn á bílastæði verksmiðjunnar tveim dögum eftir morðið, en hann hafði verið skotinn þremur skotum í háls og handlegg af stuttu færi. Thomas Montgomery var ákærður fyrir morðið 10 janúar, en réttað verður í málinu í júní. Eiginkona Thomasar hefur farið fram á skilnað. J.A. Hitchcock sérfræðingur í glæpum á internetinu segir að málið undirstriki þær gildrur sem internetið getur lagt fyrir fólk. Hún segist vona að málið fái almenning til að hugsa sig um hvað það geri á netinu, og hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Fréttir Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Thomas Montgomery hefur verið ákærður fyrir morðið á Brian Barrett frá Buffalo í New York ríki í Bandaríkjunum. Brian var 22 ára þegar hann fannst myrtur fyrir utan verksmiðjuna þar sem þeir unnu í september sl. Hann hafði dregist inn í netsamband Thomasar og konu frá Virginíu ríki. Thomas var 18 ára sjóliði á leið til Íraks og hún 18 ára yngismey sem sendi honum kvenundirföt og myndir af sér. … eða svo héldu þau. Bæði voru í raun miðaldra og hann auk þess giftur. Í skjóli internetsins höfðu þau átt í sambandi í ár þar sem þau lugu til um aðstæður sínar. Ken Case aðstoðarsaksóknari í Buffalóríki segir að konan hafi sent Thomasi undirföt og myndir af dóttur sinni, sem hún sagði vera af sér. Í eitt skiptið var það eiginkona Thomasar sem tók á móti pakkanum. Hún skrifaði 18 ára stúlkunni til baka og sagði henni eins og var, að maðurinn væri giftur 47 ára fjölskyldufaðir. Hún hefði verið plötuð. Máli sínu til stuðnings sendi eiginkonan fjölskyldumynd með. Konan frá Vestur Virginíu, sem lögregla gefur ekki frekari upplýsingar um, mundi eftir vini Thomasar sem nefndur hafði verið á spjallrás og tókst að hafa upp á honum á netinu. Hún vildi fá upplýsingar eiginkonunnar staðfestar. Þannig hófust kynni Brians og konunnar og talaði hann opinskátt um samband sitt við hana á vinnustaðnum. Brian var vinsæll og upprennandi listakennari. Hann vann í verksmiðjunni til að greiða skólagjöld. Konan hélt samt sem áður sambandinu við Thomas áfram. Yfirvöld í Buffaló segja Thomas hafa orðið afar afbrýðisaman út í Brian. Hinn 22 ára námsmaður fannst látinn við bíl sinn á bílastæði verksmiðjunnar tveim dögum eftir morðið, en hann hafði verið skotinn þremur skotum í háls og handlegg af stuttu færi. Thomas Montgomery var ákærður fyrir morðið 10 janúar, en réttað verður í málinu í júní. Eiginkona Thomasar hefur farið fram á skilnað. J.A. Hitchcock sérfræðingur í glæpum á internetinu segir að málið undirstriki þær gildrur sem internetið getur lagt fyrir fólk. Hún segist vona að málið fái almenning til að hugsa sig um hvað það geri á netinu, og hverjar afleiðingarnar gætu orðið.
Fréttir Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna