Von á fjölda mála eftir úrskurð Hæstaréttar í olíumáli 19. janúar 2007 12:10 MYND/Vilhelm Von er á tugum mála á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs samráðs þeirra á næstunni eftir að Hæstiréttur komst að því í gær að héraðsdómi bæri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna samráðsins. Sigurður höfðaði mál á hendur Keri í fyrra, með stuðningi Neytendasamtakanna, og krafði félagið um bætur vegna þess tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir við kaup á eldsneyti á meðan á samráði stóru olíufélaganna stóð á tíunda áratug síðustu aldar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Ker af bæði aðal- og varakröfu Sigurðar og vísaði auk þess þrautavarakröfu og þrautaþrautavarakröfu frá dómi. Var meðal annars byggt á því að Sigurður hefði ekki kallað til matsmenn til að meta tjónið en slíkt er mjög kostnaðarsamt og varla á færi hins almenna borgara. Sigurður kærði frávísunina á kröfunum tveimur til Hæstaréttar sem féllst ekki á það með héraðsdómi að kveðja þyrfti til matsmenn til þess að geta dæmt um skaðabótakröfu. Sigurður ætti því rétt á því að felldur yrði dómur um þrautaþrautavarakröfu hans sem kvað á um dómurinn skæri úr um það hvort Ker ætti að greiða honum skaðabætur og hversu háar þær ættu að vera. Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Sigurðar, bendir á að skýrt sé kveðið á um það í dómnum að kveða skuli upp efnisdóm í málinu. Héraðsdómur hafi í desember sagt að samráðið hafi verið til þess fallið að valda tjóni en ekki viljað taka afstöðu til þess hversu mikið tjónið væri en nú bæri bæri honum að gera það. Lögfræðistofa Reykjavíkur, þar sem Steinar Þór vinnur, er með um 150 mál á sínum þar sem einstaklingar telja að brotið hafi verið á sér í tengslum við samráðið. Steinar segir að farið verði af stað með þau þegar dómur héraðsdóms liggur fyrir. Við þetta má bæta að mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum vegna samráðs þeirra verður tekið fyrir innan tveggja Samráð olíufélaga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Von er á tugum mála á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs samráðs þeirra á næstunni eftir að Hæstiréttur komst að því í gær að héraðsdómi bæri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna samráðsins. Sigurður höfðaði mál á hendur Keri í fyrra, með stuðningi Neytendasamtakanna, og krafði félagið um bætur vegna þess tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir við kaup á eldsneyti á meðan á samráði stóru olíufélaganna stóð á tíunda áratug síðustu aldar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Ker af bæði aðal- og varakröfu Sigurðar og vísaði auk þess þrautavarakröfu og þrautaþrautavarakröfu frá dómi. Var meðal annars byggt á því að Sigurður hefði ekki kallað til matsmenn til að meta tjónið en slíkt er mjög kostnaðarsamt og varla á færi hins almenna borgara. Sigurður kærði frávísunina á kröfunum tveimur til Hæstaréttar sem féllst ekki á það með héraðsdómi að kveðja þyrfti til matsmenn til þess að geta dæmt um skaðabótakröfu. Sigurður ætti því rétt á því að felldur yrði dómur um þrautaþrautavarakröfu hans sem kvað á um dómurinn skæri úr um það hvort Ker ætti að greiða honum skaðabætur og hversu háar þær ættu að vera. Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Sigurðar, bendir á að skýrt sé kveðið á um það í dómnum að kveða skuli upp efnisdóm í málinu. Héraðsdómur hafi í desember sagt að samráðið hafi verið til þess fallið að valda tjóni en ekki viljað taka afstöðu til þess hversu mikið tjónið væri en nú bæri bæri honum að gera það. Lögfræðistofa Reykjavíkur, þar sem Steinar Þór vinnur, er með um 150 mál á sínum þar sem einstaklingar telja að brotið hafi verið á sér í tengslum við samráðið. Steinar segir að farið verði af stað með þau þegar dómur héraðsdóms liggur fyrir. Við þetta má bæta að mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum vegna samráðs þeirra verður tekið fyrir innan tveggja
Samráð olíufélaga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira