Eyðir kynbundnum launamun í boltanum ef hún nær kjöri 18. janúar 2007 18:45 Halla Gunnarsdóttir er ein þriggja frambjóðenda til formanns KSÍ. Ef hún nær kjör ætlar hún að jafna kjör karla og kvenna í landsliðum fótbolta. Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta. Halla Gunnarsdóttir er blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur stundað knattspyrnu og þjálfað bæði hér heima og erlendis. Hún greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi á veitingastaðnum Fish and Chips í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Formannsslagir eru sárasjaldgæfir í knattspyrnusambandinu en síðast var kosið um formann fyrir 18 árum, þegar Eggert Magnússon fráfarandi formaður var kosinn. KSÍ hefur átt sjö formenn frá upphafi og varla þarf að taka fram að allir voru þeir karlmenn. Ein kona situr í 16 manna stjórn. Tveir að auki bjóða sig fram til formanns, þeir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka. Formannskjörið fer fram á ársþingi sambandsins þann 10. febrúar. En er hún að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu? „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“ Halla segir kyn sitt ekki höfuðatriði í sínu framboði heldur ástríða fyrir leiknum. Hitt sé þó staðreynd að ekki hafi nægilega verið hlúð að kvennaknattspyrnu. „Og hvað til dæmis þegar það er klippt á útsendingu á bikarúrslitaleik kvenna út af fréttum. Hvar er formaður KSÍ þá? Hann á alltaf að verja knattspyrnuna.“ Halla segist myndu halda áfram því góða starfi sem unnið hafi verið innan KSÍ og efla grasrótina. Aðspurð hvort hún myndi leiðrétta kynbundinn launamun hjá landsliðum kvenna og karla í fótbolta svaraði hún: „Bara í samræmi við landslög, já.“ Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta. Halla Gunnarsdóttir er blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur stundað knattspyrnu og þjálfað bæði hér heima og erlendis. Hún greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi á veitingastaðnum Fish and Chips í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Formannsslagir eru sárasjaldgæfir í knattspyrnusambandinu en síðast var kosið um formann fyrir 18 árum, þegar Eggert Magnússon fráfarandi formaður var kosinn. KSÍ hefur átt sjö formenn frá upphafi og varla þarf að taka fram að allir voru þeir karlmenn. Ein kona situr í 16 manna stjórn. Tveir að auki bjóða sig fram til formanns, þeir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka. Formannskjörið fer fram á ársþingi sambandsins þann 10. febrúar. En er hún að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu? „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“ Halla segir kyn sitt ekki höfuðatriði í sínu framboði heldur ástríða fyrir leiknum. Hitt sé þó staðreynd að ekki hafi nægilega verið hlúð að kvennaknattspyrnu. „Og hvað til dæmis þegar það er klippt á útsendingu á bikarúrslitaleik kvenna út af fréttum. Hvar er formaður KSÍ þá? Hann á alltaf að verja knattspyrnuna.“ Halla segist myndu halda áfram því góða starfi sem unnið hafi verið innan KSÍ og efla grasrótina. Aðspurð hvort hún myndi leiðrétta kynbundinn launamun hjá landsliðum kvenna og karla í fótbolta svaraði hún: „Bara í samræmi við landslög, já.“
Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira