Skilorðsbundið fangelsi fyrir hnífsstungu við Select 17. janúar 2007 13:40 MYND/Hörður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið öryggisvörð við bensínsstöð Shell við Suðurfell í bakið í haust. Maðurinn var þar ásamt félaga sínum aðfaranótt sunnudagsins 10. september og kom til átaka milli hans og annars manns á bensínstöðinni. Þegar öryggisvörðurinn hafði afskipti af þeim dró ákærði upp lítinn hníf og stakk hann og kýldi hann í andlitið. Félagi mannsins kom honum einnig til aðstoðar og kýldi öryggisvörðinn þannig að hann hlaut sár í andlitið.Árásarmennirnir flýðu af vettvangi en gáfu sig fram eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél við bensínssstöðina í fjölmiðlum.Fyrir dómi viðurkenndi unglingurinn að hafa stungið öryggisvörðinn en bar meðal annars við minnisleysi sökum ölvunar. Sagðist hann ekki hafa áttað sig á að maðurinn sem hann stakk væri öryggisvörður.Við ákvörðun refsingar var horft til þess að unglingurinn hefði ekki gerst áður brotlegur við lög og að hann hefði gefið sig fram við lögreglu, játað á sig verknaðinn og greitt öryggisverðinum bætur. Þá er litið til þess í dómnum að ákærði brá ekki hnífnum á loft fyrr en öryggisvörðurinn hafði fellt hann til jarðar og hvíldi þar ofan á honum af talsverðum þunga og þess að myndupptaka bar ekki með sér að ákærði hefði haft styrkan og einbeittan vilja til að stinga manninn með hnífnum.Þótti því þriggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára hæfileg refsing. Auk þess ber honum að greiða ríflega 300 þúsund í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið öryggisvörð við bensínsstöð Shell við Suðurfell í bakið í haust. Maðurinn var þar ásamt félaga sínum aðfaranótt sunnudagsins 10. september og kom til átaka milli hans og annars manns á bensínstöðinni. Þegar öryggisvörðurinn hafði afskipti af þeim dró ákærði upp lítinn hníf og stakk hann og kýldi hann í andlitið. Félagi mannsins kom honum einnig til aðstoðar og kýldi öryggisvörðinn þannig að hann hlaut sár í andlitið.Árásarmennirnir flýðu af vettvangi en gáfu sig fram eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél við bensínssstöðina í fjölmiðlum.Fyrir dómi viðurkenndi unglingurinn að hafa stungið öryggisvörðinn en bar meðal annars við minnisleysi sökum ölvunar. Sagðist hann ekki hafa áttað sig á að maðurinn sem hann stakk væri öryggisvörður.Við ákvörðun refsingar var horft til þess að unglingurinn hefði ekki gerst áður brotlegur við lög og að hann hefði gefið sig fram við lögreglu, játað á sig verknaðinn og greitt öryggisverðinum bætur. Þá er litið til þess í dómnum að ákærði brá ekki hnífnum á loft fyrr en öryggisvörðurinn hafði fellt hann til jarðar og hvíldi þar ofan á honum af talsverðum þunga og þess að myndupptaka bar ekki með sér að ákærði hefði haft styrkan og einbeittan vilja til að stinga manninn með hnífnum.Þótti því þriggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára hæfileg refsing. Auk þess ber honum að greiða ríflega 300 þúsund í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira