Meint fangaflugvél lenti hér á landi 16. janúar 2007 19:00 Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir frekari upplýsingum um ferðir bandarískrar flugvélar, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, um íslenska lofthelgi á undanförnum árum. Grunur leikur á að bandaríska leyniþjónustan hafi notað hana til fangaflutninga. Sveinn H. Guðmarsson. Flugvélin er af gerðinni Casa CN-235 og hefur kallnúmerið N196D. Hún hefur margoft haft viðkomu hér á landi, meðal annars í nóvember 2005 en þá náðu tökumenn Stöðvar 2 myndum af henni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu lenti vélin á Keflavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið á sunnudaginn, flugmennirnir gistu í Keflavík og héldu síðan til Bandaríkjanna daginn eftir. Hingað kom vélin frá Stafangri í Noregi og eftir því sem norskir fjölmiðlar herma kom hún þangað frá Króatíu. Ekki er vitað hvort nokkrir hafi verið um borð fyrir utan flugmennina. Eigendur vélarinnar eru sagðir Devon Holding and Leasing og þar sem hún er í einkaeigu þarf hún hvorki yfirflugs- né lendingarleyfi hérlendis. Engu að síður ætla íslensk yfirvöld að fara fram á upplýsingar um ferðir þessarar vélar um íslenska lofthelgi allt frá innrásinni í Afganistan 2001 enda er rökstuddur grunur um að umrætt fyrirtæki sé leppur leyniþjónustunnar CIA og vélar þess hafi verið notaðar til leynilegra flutninga á föngum. Ítarleg rannsókn fór fram á fangafluginu á vegum Evrópuráðsins á sínum tíma en íslensk stjórnvöld töldu þá ekki ástæðu til að láta rannsaka flug um Ísland sérstaklega þar sem ekki þótti sýnt að nokkuð óeðlilegt hefði farið fram í íslenskri lofthelgi. Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldurinn enn á fullu og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir frekari upplýsingum um ferðir bandarískrar flugvélar, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, um íslenska lofthelgi á undanförnum árum. Grunur leikur á að bandaríska leyniþjónustan hafi notað hana til fangaflutninga. Sveinn H. Guðmarsson. Flugvélin er af gerðinni Casa CN-235 og hefur kallnúmerið N196D. Hún hefur margoft haft viðkomu hér á landi, meðal annars í nóvember 2005 en þá náðu tökumenn Stöðvar 2 myndum af henni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu lenti vélin á Keflavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið á sunnudaginn, flugmennirnir gistu í Keflavík og héldu síðan til Bandaríkjanna daginn eftir. Hingað kom vélin frá Stafangri í Noregi og eftir því sem norskir fjölmiðlar herma kom hún þangað frá Króatíu. Ekki er vitað hvort nokkrir hafi verið um borð fyrir utan flugmennina. Eigendur vélarinnar eru sagðir Devon Holding and Leasing og þar sem hún er í einkaeigu þarf hún hvorki yfirflugs- né lendingarleyfi hérlendis. Engu að síður ætla íslensk yfirvöld að fara fram á upplýsingar um ferðir þessarar vélar um íslenska lofthelgi allt frá innrásinni í Afganistan 2001 enda er rökstuddur grunur um að umrætt fyrirtæki sé leppur leyniþjónustunnar CIA og vélar þess hafi verið notaðar til leynilegra flutninga á föngum. Ítarleg rannsókn fór fram á fangafluginu á vegum Evrópuráðsins á sínum tíma en íslensk stjórnvöld töldu þá ekki ástæðu til að láta rannsaka flug um Ísland sérstaklega þar sem ekki þótti sýnt að nokkuð óeðlilegt hefði farið fram í íslenskri lofthelgi.
Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldurinn enn á fullu og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira